Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sýkingavarnir

Sýkingar og sýkingavarnir

Sýkingavarnir fela í sér allar þær aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir dreifingu örvera sem geta valdið sýkingum hjá sjúklingum og starfsmönnum innan sjúkrahússins og þar með fækkun spítalasýkinga.

Spítalasýking er sýking sem einstaklingur fær á sjúkrahúsi eða eftir útskrift ef hana má rekja til sjúkrahúsdvalarinnar.

Sýkingavaldandi örverur er að finna víða, bæði á okkur sjálfum og í umhverfinu.

Smitleiðir

Snertismit er langalgengasta smitleiðin innan sjúkrahúsa og utan.

Snertismit verður ýmist beint eða óbeint og skipta hendur fólks miklu máli í því sambandi.

Beint snertismit felur í sér að húð snertir sýkta eða sýklaða húð og örverur flytjast á milli hýsils (sá sem ber örveruna) og næms einstaklings. Örverurnar geta tekið sér tímabundna eða varanlega bólfestu á húð einstaklings.

Óbeint snertismit felur í sér snertingu einstaklings við hlut sem hefur mengast við snertingu frá öðrum.

Hreinlæti er grundvallaratriði í sýkingavörnum og handhreinsun skipar þar mjög stóran sess.

Hagnýtar upplýsingar