Undirbúningur og innlögn
Ef þú þarft að leggjast inn á sjúkrahús eða ert í meðferð á göngudeild, þá er ýmislegt sem er gott að hafa í huga.
Áður en þú mætir
Þegar þú pakkar niður skaltu athuga eftirfarandi:
Þú þarft að koma með
eigin lyf, lyfjakort og yfirlit yfir lyf úr lyfjaskömmtun
hjálpartæki, eins og staf, göngugrind eða hjólastól, ef þú notar þau
Gott að taka með
snyrtivörur sem þú vilt nota
millimál, ef þú verður svangur, eins og drykki, ávexti eða kex
afþreyingu, til dæmis bækur, farsíma eða fartölvu
Landspítali ber ekki ábyrgð ef eigur sjúklinga eða gesta tapast eða skemmast.
Skildu peninga, skartgripi eða önnur verðmæti eftir heima ef þú getur.
Við innlögn
Lyf og lyfjagjafir
Þú þarft að upplýsa starfsfólk deildar eða innskriftarmiðstöðvar um:
öll lyf sem þú notar eins og augndropa, insúlínpenna, púst, getnaðarvarnir, hormón, krem eða sérhæfð lyf og afhenda þau til varðveislu og endurmats.
fæðubótarefni og vítamín sem þú tekur
lyf sem þú tekur við tímabundnum kvillum, eins og höfuðverk
Læknar ákveða hvaða lyf þú þarft á meðan þú ert inniliggjandi og hjúkrunarfræðingar sjá um lyfjagjöf.
