Matseðlar
Matseðill vikunnar
Vikan 1. - 7. desember 2025: Hádegisseðill (pdf) og kvöldseðill (pdf)
Vikan 8. - 14. desember 2025: Hádegisseðill (pdf) og kvöldseðill (pdf)
Um matseðlana
Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og á kvöldin.
Ef þú ert á almennu eða RDS fæði, geturðu valið á milli tveggja rétta í öllum máltíðum.
Ef þú átt erfitt með að borða eða vilt breyta skammti, talaðu við starfsfólk deildarinnar, sem hjálpar þér að finna hvað þú getur borðað eða fær næringarráðgjafa til að aðstoða.
Salt, sykur og sósur eru í boði nema þú sért á sérfæði.
Aðstandendur mega færa þér næringarríkan mat ef þú ert ekki á sérfæði.
Samsetning
Við matseðlagerð á Landspítala er hugað að samspili næringar, bragðs, útlits, gæða, kostnaðar og framleiðslugetu.
Tekið er mið af þörfum sjúklinga og mismunandi aldurs.
Ekki eru notuð matvæli nema fyrir liggi upplýsingar um innihald og næringargildi
Einungis er keypt viðurkennt hráefni.
Matseðill inniheldur ekki mónó sodium glutamat (MSG).
