Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Réttindi sjúklinga

Þeim sem leggjast inn á spítala er tryggð ákveðin réttindi samkvæmt lögum. Markmiðið er að styrkja stöðu þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu og efla trúnað milli þeirra og heilbrigðisstarfsfólks.

Helstu atriði:

  • Ekki má mismuna á grundvelli kyns, trúar, skoðana, þjóðernis, kynþáttar eða annarra aðstæðna.

  • Allir sem þurfa á því að halda, eiga rétt á bestu þjónustu sem er í boði hverju sinni.

Sjúklingar eiga rétt á upplýsingum um:

  • Heilsufar, ástand sitt og batahorfur.

  • Meðferð, framgang hennar, áhættu og gagnsemi.

  • Aðrar meðferðarleiðir og afleiðingar þess að gera ekkert.

  • Möguleika á að fá annað álit frá sérfræðingi.

  • Rétt sinn til að ákveða að þiggja meðferð eða ekki.

  • Að heilbrigðisstarfsfólk sé bundið þagnarskyldu um upplýsingar sjúklinga, líka eftir andlát þeirra.

  • Að heilbrigðisstarfsfólk skuli koma fram við þá að virðingu.

  • Biðtíma og læknar skulu útskýra bið eða áætlaðan biðtíma eftir meðferð.

  • Að sjúklingar bera ábyrgð á eigin heilsu eins og ástand leyfir og þurfi að taka þátt í meðferð sinni.

  • Útskrift og að aðstæður sjúklinga séu kannaðar og viðeigandi þjónusta sé tryggð heima eftir útskrift.

  • Rétt dauðvona sjúklinga til að deyja með reisn og hafna lífslengjandi meðferð.

  • Að allt sem mögulegt er, skuli gert til að sjúk börn fái að þroskast og njóta lífsgæða.

  • Hvernig þeir geti komið athugasemdum á framfæri við yfirstjórn stofnunar.

Lög og reglur

Lögin miða að því að tryggja stöðu, öryggi, virðingu og samskipti við sjúklinga.