Stofugangur og dagskrá
Dagskrá
Algengt skipulag á mörgum deildum er á þessa leið:
Virkir dagar
8-9 Morgunmatur
8:30-11:30 Stofugangur. Læknar og meðferðaraðilar heimsækja sjúklinga. Rannsóknir skipulagðar, meðferðir, hvíld eða annað.
11:30-12:30 Hádegismatur
12:30-15 Skipulagðar rannsóknir, meðferðir eða hvíld.
15-16 Síðdegishressing
16:30-19:30 Heimsóknartími (14:30-19:30 um helgar og á hátíðisdögum)
18-19 Kvöldverður
21-22 Kvöldhressing
Helgar
Um helgar má búast við svipaðri rútínu en minna er um skipulagðar rannsóknir og meðferðir.
Stofugangur
Stofugangur er þegar meðferðarteymi hittist til að ræða meðferðina, breytingar hjá þér á síðasta sólarhring og ákveður næstu skref, eins og rannsóknir, aðgerðir, lyf eða útskrift. Hvernig þetta fer fram er mismunandi eftir deildum.
Eftir fundinn kemur teymið til þín, fer yfir málin og gefur þér tækifæri til að spyrja spurninga eða ræða það sem skiptir þig máli.
Ef þú liggur á stofu með öðrum og vilt ræða málin í næði, getur þú óskað eftir einkasamtali
Aðstandendur mega líka spyrja á stofugangi eða biðja um fjölskyldufund með meðferðaraðilum.
Þeim sem leggjast inn á spítala eru tryggð ákveðin réttindi og aðgengi að upplýsingum. Nánar um réttindi sjúklinga.
