Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Spurningar fyrir lækninn

Skrifaðu hjá þér þau atriði sem þú vilt ræða eða muna að segja lækninum. Taktu glósurnar með þér þegar þú hittir lækni og merktu við hvert atriði sem þú spyrð um og færð svarað.

Það getur verið gott að taka einhvern með sér til stuðnings og biðja viðkomandi að skrifa niður minnispunkta.

Spurðu um það sem er óljóst

Ekki vera hrædd við að spyrja ef þú skilur ekki og láttu útskýra fyrir þér, þar til þú skilur.

  • Þú gætir sagt: "Geturðu endurtekið? Ég skil það ekki enn."

  • Ef þú skilur ekki ákveðin orð skaltu biðja um að þau verði skrifuð niður og útskýrð.

  • Biddu um túlk ef þörf krefur.

Dæmi um spurningar varðandi rannsóknir
  • Til hvers eru rannsóknirnar? Hvað er verið að athuga?

  • Hvernig og hvenær fæ ég niðurstöðurnar?

  • Við hvern hef ég samband ef ég fæ ekki niðurstöðurnar?

Dæmi um spurningar varðandi meðferð
  • Eru aðrar leiðir til að meðhöndla ástand mitt?

  • Með hverju mælir þú?

  • Eru einhverjar aukaverkanir eða áhættur? Ef svo er, hverjar eru þær?

  • Hversu lengi þarf ég meðferð?

  • Hvernig veit ég hvort meðferðin virkar?

  • Hversu áhrifarík er þessi meðferð?

  • Hvað gerist ef ég fæ enga meðferð?

  • Er eitthvað sem ég ætti að hætta eða forðast að gera?

  • Er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa mér?

Dæmi um spurningar varðandi framhaldið
  • Hvað gerist næst?

  • Þarf ég að koma aftur? ef svo er, hvenær?

  • Við hvern hef ég samband ef ástandið versnar?

  • Hefur þú einhverjar skriflegar upplýsingar?

  • Hvert get ég leitað til að fá frekari upplýsingar?

  • Er til einhver aðstoð, eins og stuðningshópar?


Unnið úr eftirfarandi efni: NHS. What to ask your doctor or other healthcare professional.
https://www.nhs.uk/nhs-services/gps/what-to-ask-your-doctor/