Í er ákvæði um að atvinnurekandi skuli gera skipulagsráðstafanir eða nota viðeigandi hjálpartæki til að koma í veg fyrir að starfsfólk þurfi að lyfta, bera, ýta og draga.
Ef ekki verður hjá því komist skal nota léttitæki og veita starfsfólki þjálfun og fræðslu um notkun þeirra og rétta líkamsbeitingu.
Þegar hlutum er lyft með bogið og/eða snúið bak eykst álag á bakið miðað við ef við lyftum með bakið beint. Ef takmarkað rými er til að beita góðum líkamsstellingum hættir fólki til að vinda upp á bolinn. Þetta getur til dæmis gerst við mokstur og við umönnun rúmliggjandi eða hreyfiskertra einstaklinga.
Hætta á álagseinkennum í efri hluta baks, öxlum, hálsi og handleggjum eykst ef hlutum er oft eða langtímum saman lyft þannig að handleggir eru í eða fyrir ofan axlarhæð eða langt frá líkamanum. Þó byrðin teljist ekki of þung fyrir bakið getur hún verið of mikil fyrir handleggi og axlir.
Þegar lyft er fyrir ofan axlarhæð er erfitt að halda jafnvægi með byrðina og það eykur enn hættu á álagsmeinum í baki.
Því þyngri sem hluturinn er og því lengra sem honum er haldið frá líkama því meira verður álag á líkamann. Við bestu mögulegu aðstæður er mælt með að hámarks þyngd á byrði sé ekki meiri en 25 kíló en ótal margir aðrir þættir hafa áhrif og geta stuðlað að álagseinkennum frá stoðkerfi.
Má þar nefna:
Þyngd og/eða stærð hlutar
Hlutur er ómeðfærilegur eða erfitt að ná taki á honum.
Hlutur er óstöðugur eða með innihaldi sem getur færst til.
Hversu oft er lyft og hversu langar pásur á milli starfsfólk fær.
Hversu langa vegalengd þarf að flytja hlut.
Þrengsli í rými, getur haft áhrif á rétta líkamsbeitingu.
Staðsetning hlutar, óheppilegt skipulag vinnuumhverfis.
Í hvaða hæð hlutur er tekinn upp og í hvaða hæð hann er lagður niður.
Fjarlægð hlutar frá líkama.
Umhverfisþættir eins og kuldi, hálka, hindranir í vegi og óstöðugt undirlag.
Titringur frá hlut eða tæknibúnaði.
Ófullnægjandi fræðsla um líkamsbeitingu og notkun léttitækja.
Lélegt líkamlegt ástand, þrek- og kraftleysi eða veikindi.
Starfsfólk ræður ekki vinnuhraða sjálft.
Að lyfta og bera er einn af mörgum samverkandi þáttum sem geta stuðlað að starfstengdum stoðkerfisverkjum. Fyrir utan að takmarka starfsgetu, skerða langvarandi verkir lífsgæði. Því er mikilvægt að nota ávallt léttitæki sé þess nokkur kostur.
Ef því er ekki viðkomið eru hér nokkur ráð:
Fá fræðslu um hvernig er öruggast að lyfta, bera, ýta og draga.
Halda hlutnum nálægt líkamanum allan tímann ef hægt er.
Halda á hlut með báðum höndum ef hægt er.
Náðu góðu taki með slakar axlir og olnboga nálægt líkama.
Tryggja gott jafnvægi þegar lyft er.
Lyfta með beint bak, beygja hné og mjaðmir.
Lyfta með því að færa líkamsþungann frá tám aftur á hæla.
Forðast að lyfta og snúa/vinda upp á bol samtímis.
Fá hjálp frá öðrum við að lyfta þungu.
Ekki lyfta upp fyrir ofan axlarhæð.
Fara fleiri ferðir ef hægt er.
Ná góðu taki á hlutnum.
Nota eigin líkamsþunga þegar ýta þarf hlut áfram eða draga að sér.
Vinnuaðstæður, eins og hæð vinnuborða og annarra innréttinga og tækja þarf að skoða. Til dæmis þegar staflað er á borð, lyftara, palla eða tekið af þeim. Leitast skal við að hafa vinnuaðastöðu og búnað stillanlegan þannig að hægt sé að aðlaga vinnuhæð að hverjum og einum.
Að ýta og draga
Til að meta hvort vinnan við að ýta eða draga felur í sér hættu á heilsutjóni fyrir starfsfólk þarf að taka til athugunar:
Þyngd hlutar.
Hvað langt þarf að ýta eða draga.
Ástand undirlags og gerð hjóla.
Hvort auðvelt er að ná taki á hlutnum.
Í hvaða hæð hægt er að ná taki.
Líkamlegt ástand starfsfólks.
Til að minnka álag við að ýta eða draga skal hafa í huga að:
Ná góðu taki á hlutnum.
Tak á hlutnum sé í þægilegri hæð og að starfsfólk halli fram um leið og það ýtir.
Þegar dregið er skal halla líkamanum aftur og nýta þannig eigin þunga.
Gott er að nota ólar til að leggja á hlutinn þegar dregið er.
Vinnueftirlitið hefur gefið út veggspjöld með góðum ráðum við vinnu í mannvirkjagerð. Eitt þeirra heitir: Góð ráð þegar lyfta þarf þungu. Sjá nánar undir líkamsbeiting.
Þunguðum einstaklingum og einstaklingum sem hafa börn á brjósti er ráðlagt að lyfta þyngra en 10-12 kílóum frá fjórða mánuði meðgöngu og í þrjá mánuði eftir barnsburð. Ekki skal lyfta meira en fimm til sex kílóum eftir sjöunda mánuð.
Þegar kviðurinn stækkar á meðgöngu verður hlutur, sem áður var hægt að lyfta við bestu aðstæður með því að halda honum sem næst miðju líkamans, þyngri því honum þarf að halda lengra frá miðju líkamans og álagið á bakið verður meira. Vegna breytinganna á líkama á meðgöngu og fyrstu mánuðina eftir fæðingu telst varasamt fyrir heilsu þungaðs einstaklings og fósturs að lyfta þungum hlutum
Áhættan ræðst af þyngd hlutarins, hvernig lyft er, hve oft er lyft og hve langt hluturinn er frá miðju líkamans. Mælt er með því að frá og með fjórða mánuði og í þrjá mánuði eftir fæðingu sé eins litlu lyft og hægt er í einu.
Breyting á líkamsstöðu vegna fyrirferðameiri kviðar veldur því að erfiðara er að standa eða sitja lengi í sömu stöðu. Erfiðara er að beygja eða vinda upp á bolinn og sömuleiðis að krjúpa eða vinna á hækjum sér. Blóðflæði til legsins getur minnkað við langvarandi stöður eða miklar göngur.
Frá byrjun fjórða mánaðar meðgöngu er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þannig að hægt sé að sitja og standa til skiptis. Mikilvægt er að dreifa hvíldarhléum jafnt yfir vinnuvaktina þar sem þörf fyrir skiptingu milli vinnu og hvíldar eykst eftir því sem líður á meðgönguna.
Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga skal forðast að láta börn lyfta hlut sem er þyngri en 8-10 kíló.
Barn einstaklingur undir 15 ára eða einstaklingur í skyldunámi.
Reglugerðin kveður einnig á um að forðast eigi að láta ungmenni lyfta hlut sem er þyngri en 12 kíló.
Ungmenni einstaklingur undir 18 ára.
Vantar link á vinnu barna og uglinga
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið