Hreyfi- og stoðkerfi
Almennt um starfstengda stoðkerfisverki
Starfsfólk getur fundið fyrir ýmsum álagseinkennum frá hreyfi- og stoðkerfi líkamans vegna vinnu sinnar en stoðkerfisvandi er ein algengasta orsök fjarvista frá vinnu og ein af ástæðum örorku. Atvinnurekendur og starfsfólk geta í sameiningu reynt að koma í veg fyrir að vinnuaðstæður leiði til álagseinkenna og er gott að horfa til umhverfisþátta, búnaðar og líkamsbeitingar í því sambandi.
Þættir sem draga úr líkum á álagseinkennum frá hreyfi- og stoðkerfi:
Góð vinnuaðstaða
Fjölbreytt verkefni
Hentug líkamsbeiting
Regluleg hreyfing
Regluleg fræðsla til starfsfólks um notkun léttitækja og hentuga líkamsbeitingu við hin ýmsu störf getur einnig skilað miklu.
Huga þarf sérstaklega vel að nýju starfsfólki og starfsfólki sem ekki hefur íslensku sem móðurmál.
Þættir sem geta stuðlað að starfstengdum stoðkerfisverkjum og eru gjarnan samverkandi
Störf sem fela í sér að lyfta og bera, vinna í miklum hraða og að vinna í óþægilegum líkamsstöðum.
Endurteknar athafnir.
Ýmsir umhverfisþættir.
Einstaklingsbundnir þættir eins og svefn, streita, kyn og aldur.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið