Fara beint í efnið

Skapa þarf vinnuaðstæður sem gera starfsfólki kleift að vinna í hentugum vinnustellingum sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum og bjóða upp á fjölbreytni.

Beitum okkur rétt við vinnu í mannvirkjagerð

Vinna í mannvirkjagerð getur falið í sér líkamlegt álag sem getur haft neikvæð áhrif síðar á ævinni. Öll viljum við komast hjá því að þurfa að líta í baksýnisspegilinn ef þrálátir stoðkerfisverkir láta á sér kræla, svo sem verkir í baki, öxlum, hálsi og hnjám. Þess vegna skiptir góð og fjölbreytt líkamsbeiting miklu máli og má ekki gleymast í erli hversdagsins.

Atvinnurekendur

Atvinnurekendur þurfa að tryggja eins góðar vinnuaðstæður og kostur er svo sem viðeigandi hlífðarbúnað og léttitæki.

Starfsfólk

Starfsfólk þarf sjálft að huga að því hvernig það beitir líkamanum frá degi til dags.

Mikilvægt er að starfsfólk gæti almennt að góðri líkamsbeitingu við vinnu en í ráðunum hér að neðan, og samsvarandi veggspjöldum, er sjónum sérstaklega beint að vinnu í mannvirkjagerð. Ráðin nýtast þó jafnt við ýmiskonar aðra vinnu.

Gættu að réttri líkamsbeitingu:
  • Hafðu jafna dreifingu á líkamsþunga hvort sem unnið er standandi, sitjandi eða krjúpandi.

  • Jafnaðu þungann á vinnufötunum, taktu vinnubelti af í pásum og fjarlægðu dót sem þú ert ekki að nota.

  • Notaðu tæki með góðum handföngum sem dreifa álagi jafnt yfir lófann.

  • Hafðu bakið beint og axlir slakar.

  • Hafðu olnboga sem næst líkamanum.

  • Hafðu góðan stuðning undir fætur.

Góð ráð við einhæfa álagsvinnu:
  • Reyndu að takmarka þann tíma sem unnið er við slíka vinnu eins og hægt er.

  • Reyndu að breyta reglulega um líkamsstöðu.

  • Taktu reglulega nokkurra mínútna hlé.

  • Gættu að líðan þinni — streita getur aukið álag á stoðkerfið.

  • Hugaðu sérstaklega að úlnliðum þegar þú þarft að endurtaka einhæfar hreyfingar.

  • Hugaðu að hálsi og öxlum vegna vinnu fyrir ofan axlir.

  • Notaðu hnéhlífar ef þú þarft að krjúpa.

Góð ráð þegar lyfta þarf þungu:
  • Notaðu viðeigandi léttitæki.

  • Hafðu hlutinn eins nálægt líkama og hægt er.

  • Passaðu að hafa gott grip áður en þú lyftir.

  • Óskaðu eftir aðstoð eða farðu fleiri ferðir.

  • Hafðu gott bil á milli fóta til að auka jafnvægi.

  • Beygðu hnén, notaðu rass og læri til að lyfta — ekki nota bakið.

  • Ekki snúa upp á hrygg eða háls.

  • Hafðu þunga hluti í mittishæð og ekki lyfta upp fyrir axlarhæð.

Veggspjöld

Góð ráð um líkamsbeitingu í mannvirkjagerð hafa verið gefin út á þremur veggspjöldum á íslensku, ensku og pólsku. Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir til útprentunar. Vinnueftirlitið hvetur vinnustaði til að prenta þau og hafa sýnileg á vinnustöðum eða gera starfsfólki aðgengileg á vefformi.

Íslenska

Gættu að réttri líkamsbeitingu:

Góð ráð við einhæfa álagsvinnu:

Góð ráð þegar lyfta þarf þungu:

Enska

Take care of correct body posture:

Good advice for monotonous work:

Good advice when lifting heavy weights:

Pólska

Zwróć uwagę na prawidłową postawę ciała

(Gættu að réttri líkamsbeitingu)

Porady na monotonną i ciężką pracę fizyczną:

(Góð ráð við einhæfa álagsvinnu)

Porady gdy trzeba dźwigać coś ciężkiego:

(Góð ráð þegar lyfta þarf þungu)

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439