Þegar einstaklingur flytur búsetu sína erlendis vegna atvinnu er meginreglan sú að hann falli undir almannatryggingar þess lands sem flutt er til.
Þú hefur möguleika á að halda íslenskum almannatryggingum þegar þú starfar í útlöndum.
Þá safnar þú réttindum á Íslandi á meðan þú býrð og starfar erlendis.
Almennar upplýsingar
Þú getur fengið:
A1-vottorð er þegar þú vinnur innan Evrópska Efnahagssvæðisins (EES), í EFTA-landi, Færeyjum eða Grænlandi
tryggingayfirlýsingu þegar þú vinnur utan EES
Vottorðið og yfirlýsingin staðfesta aðild að íslenskum almannatryggingum og koma í veg fyrir tvígreiðslu á tryggingagjaldi. Með vottorði og yfirlýsingu er tryggingagjald bara greitt á Íslandi, en ekki í landinu sem starfað er í.
Þú og vinnuveitandi þinn þurfið að uppfylla mismunandi skilyrði eftir því hvaða landi vinnan fer fram í.
Almannatryggingar
Undir almannatryggingakerfið telst til dæmis:
atvinnuleysistryggingasjóður,
lífeyrissréttindi, eins og elli- og örorkulífeyrir
fæðingarorlofssjóður,
barnabætur.
Sérstakar reglur gilda um sjúkratryggingar og búsetu erlendis.
Umsóknaferlið
Vinnuveitandi eða launþegi sækir um vottorð fyrir útsent starfsfólk sem starfar tímabundið í öðru EES-landi.
Sjálfstætt starfandi einstaklingar sækja sjálfir um vottorðið.
Launþegar sem starfa í fleiri en einu EES-landi sækja sjálfir um vottorðið.
Erlent starfsfólk á Íslandi sækir um í heimalandi sínu og sendir afrit til TR.
Umsóknir þurfa að berast 4 vikum fyrir brottför af Íslandi, nema annað sé tekið fram.
Innheimta tryggingagjalds
Innheimta tryggingagjalds er í umsjón skattayfirvalda. Vinnuveitandi ber í flestum tilvikum ábyrgð á að skila tryggingagjaldi. Einstaklingur getur séð um það sjálfur, til dæmis ef hann vinnur hjá erlendri starfsmannaleigu.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun