Halda íslenskum almannatryggingum vegna vinnu erlendis - A1
Á þessari síðu
Vinna í tveimur eða fleiri EES-löndum
Ef þú vinnur í tveimur eða fleiri EES-löndum á sama tíma, ef það er til dæmis hluti af þínu starfi að vera í viðskiptaferðum eða vinna við millilandaflutninga, þá getur þú átt rétt á að velja hvort þú greiðir tryggingagjald á Íslandi eða í því landi sem vinnan er skráð.
Launþegi
Ef þú býrð á Íslandi og vinnur í fleiri en einu EES-landi og vinnuframlag er að minnsta kosti 25% á Íslandi, getur þú sótt um að halda þínum almannatryggingum á Íslandi. Það er óháð því hvort þú vinnur hjá íslenskum eða erlendum vinnuveitanda og hversu marga vinnuveitendur þú hefur.
Sjálfstætt starfandi
Ef þú býrð á Íslandi og rekur sjálfstætt starfandi fyrirtæki í tveimur eða fleiri EES-löndum, þar með talið að minnsta kosti 25% starfsemi á Íslandi, getur þú sótt um að halda þínum almannatryggingum á Íslandi. Umfang starfseminnar er metið út frá vinnutíma, veltu, fjölda veittrar þjónustu og tekjum.
Þú þarft ekki að vinna í sömu atvinnugreininni í hinum ýmsu löndum.
Ef þú býrð í útlöndum
Ef þú býrð ekki á Íslandi og vinnur í fleiri en einu EES-landi, og vinnuframlag er minna en 25% í landinu sem þú býrð í getur þú sótt um að halda þínum almannatryggingum á Íslandi ef þú:
starfar einungis hjá íslenskum vinnuveitanda,
starfar hjá íslenskum vinnuveitanda og hefur aukavinnu hjá öðrum vinnuveitanda í búsetulandi.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun