Fara beint í efnið

Halda íslenskum almannatryggingum vegna vinnu erlendis - A1

Aðild að íslenskri tryggingavernd (.pdf)

Ef þú ert ekki íslenskur ríkisborgari

Ríkisborgari Norðurlands

Ef þú ert ríkisborgari í einu Norðurlandanna getur þú, eins og íslenskir ríkisborgarar, verið tryggður af almannatryggingum á Íslandi þegar þú starfar í einu eða fleiri EES-löndum, að uppfylltum skilyrðum.

Ríkisborgari ESB eða EES-lands

Sem ríkisborgari þessara landa getur þú, eins íslenskir ríkisborgarar, verið tryggður af almannatryggingum á Íslandi þegar þú starfar í einu eða fleiri EES-landi, að uppfylltum skilyrðum.

Ekki ríkisborgari ESB eða EES-lands

Ef þú ert ekki ríkisborgari þessara landa getur þú sótt um almenna tryggingayfirlýsingu vegna starfa á EES svæðinu eða utan þess svo framarlega sem þú telst tryggð/ur hér á landi.

Flóttafólk og ríkisfangslaust fólk

Ef þú ert flóttamaður samkvæmt Genfarsáttmálanum eða ríkisfangslaus getur þú, eins og íslenskir ríkisborgarar, verið tryggður af almannatryggingum á Íslandi þegar þú starfar í einu eða fleiri EES-landi, að uppfylltum skilyrðum.

Aðild að íslenskri tryggingavernd (.pdf)

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun