Halda íslenskum almannatryggingum vegna vinnu erlendis - A1
Vinna utan EES-lands
Ef þú vinnur tímabundið í landi utan EES og milliríkjasamningur um almannatryggingar er ekki til staðar, getur þú sótt um að halda áfram réttindum þínum á Íslandi á meðan á dvöl erlendis stendur.
Þú og vinnuveitandi þinn þurfið að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Þú vinnur í landi utan EES fyrir íslenskan vinnuveitanda.
Vinnuveitandi hefur að jafnaði starfsemi sína á Íslandi, ræður starfsfólk sitt á Íslandi og greiðir tryggingagjald á Íslandi.
Tímabil
Heimilt er að halda réttindum á Íslandi í allt að 1 ár.
Eftir fyrsta tímabil er heimilt að framlengja tryggingaskráninguna í allt að 4 ár til viðbótar ef skilyrði eru áfram uppfyllt.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun