Halda íslenskum almannatryggingum vegna vinnu erlendis - A1
Á þessari síðu
Vinna í EES-landi
Skilyrðin eru ólík eftir því hvort þú er launþegi eða sjálfstætt starfandi.
Launþegi
Þú er tryggður af íslenska almannatryggingakerfinu, ef íslenskur vinnuveitandi sendir þig til EES-lands í vinnu í allt að 2 ár.
Þú og vinnuveitandi þinn þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Ekki er búist við að útsendingin vari lengur en 2 ár.
Þú vinnur í öðru EES-landi eða fyrir íslenskan vinnuveitanda.
Þú hefur fyrir útsendingu verið tryggður af íslenska almnannatryggingakerfinu. Til dæmis ef þú bjóst og starfaðir á Íslandi fyrir útsendinguna.
Þú hefur verið tryggður af íslenska almannatryggingakerfinu fyrir ráðningu, ef það var ljóst við ráðningu að vinnan færi fram í öðru EES-landi.
Vinnuveitandi þinn hefur að jafnaði starfsemi sína á Íslandi og ræður starfsfólk sitt á Íslandi.
Sjálfstætt starfandi
Þú er tryggður af íslenska almannatryggingakerfinu ef þú starfar sjálfstætt og útsendir sjálfan þig til EES-lands í vinnu í allt að 2 ár.
Þú þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Ekki er búist við að útsendingin vari lengur en 2 ár.
Þú hefur rekið fyrirtækið í að minnsta kosti 2 mánuði fyrir útsendingu.
Þú viðheldur öllu sem er nauðsynlegt til að reka fyrirtæki á Íslandi. Til dæmis getur verið krafa um starfsstað eða skrifstofu á Íslandi, að þú borgir skatta á Íslandi, hafir íslensk starfsleyfi og haldir áfram að vera virðisaukaskattsskráður á Íslandi á meðan þú starfar erlendis.
Ef útsending er stöðvuð
Ef útsending þín er stöðvuð tímabundið í að hámarki 2 mánuði, til dæmis vegna orlofs, veikinda eða menntunar heldur útsendingin áfram eins og áður.
Ef útsending þín er stöðvuð í meira en 2 mánuði verður þú að senda nýja beiðni um að halda tryggingu í íslenska almannatryggingakerfinu.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun