Því miður er ekki hægt að gefa út ný plastökuskírteini fyrr en í febrúar 2025. Þangað til verður notast við stafræn ökuskírteini. Nánar um framleiðslu nýrra ökuskírteina.
Á Íslandi er bílprófsaldur 17 ár og miðast við þann dag sem aðili verður 17 ára. Gott er að gefa sér góðan tíma í ökunámið. Ökunám getur hafist við 16 ára aldur. Hvenær ökunám er hafið fer þó eftir ýmsum þáttum s.s. árstíð, búsetu, efnahag, persónulegum aðstæðum eða löngun til að aka. Mikilvægt er að kynna sér allt um ökunám og bílpróf
Ökuskírteinið veitir almenn ökuréttindi í flokki B.
Fyrsta ökuskírteinið er bráðabirgðaskírteini og gildir í 3 ár. Ef skírteinishafi hefur lokið ökuskóla 3, aksturmati og er punktalaus, þá má leggja inn umsókn um fullnaðarskírteini einu ári eftir útgáfu bráðabirgðaskírteinis. Fullnaðarskírteini gildir í 15 ár í senn.
Skilyrði til að hefja ökunám
Hafa náð 16 ára aldri
Hafa fullnægjandi sjón og heyrn
Vera líkamlega og andlega hæfur til að stjórna bíl
Hafa fasta búsetu á Íslandi
Umsóknarferli og fylgigögn
Um leið og nám hefst þarf að sækja rafrænt um námsheimild. Það er gert með að fylla út umsókn um ökunám hér efst á síðunni.
Velja sér ökukennara
Velja sér ökuskóla
Sækja rafrænt um námsheimild. Ökuneminn sækir sjálfur um með rafrænum skilríkjum.
Þegar rafræn umsókn um námsheimild hefur verið send inn, þarf umsækjandi að koma á skrifstofu sýslumanns með passamynd á ljósmyndapappír í stærðinni 35x45 mm, með einlitum bakgrunn ásamt því að gefa undirritun.
Ef einni eða fleiri heilsufarsspurningu er svarað játandi í umsóknarferlinu þarf einnig að skila inn læknisvottorði á skrifstofu sýslumanns.
Kostnaður
Námsheimild gildir í tvö ár og kostar 4.300 kr.
Bílpróf getur farið fram þegar nemandi hefur fengið námsheimild hjá sýslumanni og ökukennari hefur staðfest að fullnægjandi ökunám hafi farið fram.
Þjónustuaðili
Sýslumenn