Fara beint í efnið

Á Íslandi er bílprófsaldur 17 ár og miðast við þann dag sem aðili verður 17 ára. Gott er að gefa sér góðan tíma í ökunámið. Ökunám getur hafist við 16 ára aldur. Hvenær ökunám er hafið fer þó eftir ýmsum þáttum s.s. árstíð, búsetu, efnahag, persónulegum aðstæðum eða löngun til að aka.

Ökuskírteinið veitir almenn ökuréttindi í flokki B.

Fyrsta ökuskírteinið er bráðabirgðaökuskírteini og gildir í þrjú ár. Ef skírteinishafi hefur lokið ökuskóla 3, akstursmati og er punktalaus, þá má leggja inn umsókn um endurnýjun fyrir fullnaðarskírteini einu ári frá útgáfu bráðabirgðaskírteinis. Við endurnýjun gildir fullnaðarskírteini 15 ár í senn.

Skilyrði til að hefja ökunám

  • Hafa náð 16 ára aldri

  • Hafa fullnægjandi sjón og heyrn 

  • Vera líkamlega og andlega hæfur til að stjórna bíl 

  • Hafa fasta búsetu á Íslandi

Sækja um ökuskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Ábyrgðaraðili

Lögreglan