Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt ökuskírteini

Stafrænt ökuskírteini í Ísland.is appinu

Stafræn ökuskírteini eru aðgengileg í Ísland.is appinu. Notendur með ökuréttindi sækja appið, skrá sig inn og finna ökuskírteinið sitt þar undir Skírteini.

Sækja Ísland.is appið

Upplýsingar

Stafrænt ökuskírteini er fyrir öll sem hafa ökuréttindi og eru með snjallsíma. Skírteinið sannar að viðkomandi er með gilt ökuskírteini og á því koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnum ökuskírteinum.

  • Stafræn ökuskírteini eru jafngild hefðbundnum ökuskírteinum en þau gilda eingöngu á Íslandi.

  • Stafrænt ökuskírteini staðfestir að viðkomandi sé með gild ökuréttindi og á því koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnum ökuskírteinum.

  • Skoða má upplýsingar um þín réttindi, réttindaflokka og gildistíma á skírteinaskjá í Ísland.is appinu eða á Mínum síðum

  • Stafræn ökuskírteini eru gefin út af Ríkislögreglustjóra í gegnum Ísland.is á grundvelli reglugerðar nr. 830/2011 um ökuskírteini.

  • Stafrænt ökuskírteini gildir til að sanna ökuréttindi fyrir lögreglu.

  • Stafrænt ökuskírteini gildir ekki við endurnýjun á rafrænum skilríkjum (slíkt krefst framvísunar vegabréfs eða hefðbundins ökuskírteinis).

Skírteinið er fyrir notendur með Android og Apple síma. Notandi getur aðeins verið innskráður í Ísland.is appið á einum snjallsíma á hverjum tíma.

Viltu sannreyna framvísað stafrænt ökuskírteini?

Hugbúnaðarskanni sem gefin er út í Ísland.is appinu er hluti af tæknilausn stafrænna ökuskírteina og sannreynir á öruggan hátt réttmæti skírteinis sem handhafi framvísar. Skanninn er opinn öllum sem vilja hann nota og má nálgast í Ísland.is appinu
Nánar í persónuverndarstefnu.

Tengt efni

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9.30 - 15
Fös. 9:30 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15