Fara beint í efnið

Akstur og bifreiðar

Stafrænt ökuskírteini

Sækja stafrænt ökuskírteini

Stafrænt ökuskírteini er fyrir alla sem hafa ökuréttindi og eru með snjallsíma. Skírteinið sannar að viðkomandi er með gilt ökuskírteini og á því koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnum ökuskírteinum.

Stafræn ökuskírteini gilda bara á Íslandi.

Stafrænt ökuskírteini gildir til að sanna ökuréttindi fyrir lögreglu.

Stafrænt ökuskírteini gildir ekki við endurnýjun á rafrænum skilríkjum (slíkt krefst framvísunar vegabréfs eða hefðbundins ökuskírteinis).

Skírteinið er fyrir notendur með Android-síma og iOS-síma en eingöngu er hægt að setja ökuskírteinið upp á einu símtæki í einu. Ef það er sett upp á öðrum síma afvirkjast það í tækinu sem það var í áður.

Notendum með Android-síma er bent á að sækja íslenska veskisappið Smartwallet fyrir bestu virkni og fullan stuðning við strikamerki og skönnun ökuskírteina.

Tengt efni

Stafrænt Ökuskírteini - leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem velja að móttaka stafrænu ökuskírteinin til auðkenningar.

Sækja stafrænt ökuskírteini

Þjónustuaðili

Lögreglan

Tengd stofnun

Samgöngu­stofa

Tengd stofnun

Sýslu­menn