Æfingaakstur
Skilyrði til að fá æfingaakstursleyfi
Ökunemi þarf að ljúka ökuskóla 1 og 10 verklegum ökutímum að jafnaði áður hægt er að sækja um leyfi til æfingaaksturs.
Ökukennarinn
Ökukennarinn metur hvort og hvenær nemandinn er tilbúinn til að hefja æfingaakstur og staðfestir það í rafræna ökunámsbók nemanda. Þá getur leiðbeinandi sótt um að vera leiðbeinandi í æfingaaksti hjá ökunema.
Bíll í æfingaakstri
Bíll sem notaður er til æfingaaksturs með leiðbeinanda má ekki vera yfir 3.500 kg. að leyfðri heildarþyngd. Heimilt er að tengja eftirvagn/tengitæki allt að 750 kg við bílinn. Bíllinn skal vera sérstaklega auðkenndur til æfingaaksturs. Nemandi sem er að læra á beinskiptan bíl má fara í æfingaakstur með leiðbeinanda á sjálfskiptan bíl.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um leyfi fyrir bílinn.
Æfingaakstursskilti
Ökuskólar láta nemendur sína hafa skilti/auðkenni til að merkja bíla sem notaðir eru í æfingaakstri. Óheimilt er að nota auðkennið við annan akstur. Ekki er sjálfkrafa komið æfingaleyfi þó skiltið sé sent heim.
Leiðeinandi í æfingaakstri
Leiðbeinandi í æfingaakstri er foreldri eða annar aðili sem fylgir nemanda í æfingaakstri.
Æfingaaksturinn
Æfingaakstur er viðbótaræfing með leiðbeinanda og kemur ekki í stað kennsluaksturs með ökukennara. Í æfingaakstri æfir nemandinn sig í því að aka bíl undir leiðsögn foreldris eða annarra sem uppfylla skilyrði. Leiðbeinandi telst vera stjórnandi bifreiðarinnar. Óheimilt er að taka endurgjald fyrir að leiðbeina í æfingaakstri. Um æfingaakstur með leiðbeinanda gilda að öðru leyti, eftir því sem við á, ákvæði 68. gr.umferðalaga.
Eftir æfingaakstur taka aftur við nokkrir tímar hjá ökukennara í undirbúningi fyrir próf.
Góð ráð til leiðbeinenda í æfingaakstri
Þjálfaðu minnst eina klukkustund á viku. „Æfingin skapar meistarann“.
Þjálfaðu nemann vel í að leggja í stæði, aftur á bak og áfram.
Byrjaðu í rólegri umferð og færðu þig smátt og smátt í erfiðari aðstæður til að venja bæði þig og ökunemann við mismunandi aðstæður.
Þjálfaðu einnig þegar færi er erfitt vegna hálku eða snjóa.
Þjálfaðu líka í myrkri eða rigningu til að venja nemann við rétta notkun ljósa s.s. þegar ökutæki mætast.
Miðaðu hraðann alltaf við aðstæður og umfram allt ekki fara yfir leyfðan hámarkshraða.
Hafðu það að markmiði að æfa nemann við eins fjölbreyttar aðstæður og hægt er.
Vertu viðbúin(n) og opin(n) fyrir því að læra eitthvað nýtt um umferðina af nemanum því hann er nýkominn úr námi en mörg ár eru síðan þú varst í ökunámi.
Notaðu augnspegil í hægra neðra horni framrúðu til að fylgjast með nemanum. Augnhreyfingar segja þér hvort hann hafi tekið eftir aðsteðjandi hættum eða ekki.
Notaðu auka baksýnisspegil til að fylgjast með umferð fyrir aftan.
Til að vera viðbúin(n) að grípa inn í aksturinn þarftu að vera vel á verði og fylgjast náið með allri umferð sem er í nánd við bílinn og ætlunum ökunemans.
Forðastu neikvæðar athugasemdir, styrktu frekar það jákvæða sem ökunemi gerir.
Þú hefur ekki hemlafetla hjá þér eins og ökukennarinn. Ákveddu því fyrirfram með nemanum markviss fyrirmæli um neyðarstöðvun eða neyðarviðbrögð.
Hafðu samband við ökukennarann ef illa gengur eða aksturinn er kominn í sjálfheldu.
Þjónustuaðili
SamgöngustofaTengd stofnun
Sýslumenn