Fara beint í efnið

Unnið er að því að gera umgjörð um ökunám til ökuréttinda í B flokki stafræna frá upphafi til enda. Verkefnið er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Innviðaráðuneytis, sýslumanna, Ríkislögreglustjóra og Stafræns Íslands.

Hér til hliðar eru leiðbeiningar fyrir helstu rafrænu ferli sem tengjast ökunáminu. Skráningarform fyrir skráningu ökutíma er beintengt við stafræna ökunámsbók og uppfærist hún sjálfkrafa við hverja skráningu.

Ökuskólar hafa aðgang til að skrá þá áfanga sem ökunemi hefur klárað. Ökuskóli 1, ökuskóli 2 og ökuskóli 3. Skráning ökuskóla uppfærir stöðu nemanda sjálfvirkt í stafrænni ökunámsbók.

Einnig eru hér leiðbeiningar um staðfestingu akstursmats sem er undanfari útgáfu á fullnaðarskírteini.

.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa