Þessi síða er ætluð til upplýsinga fyrir ökukennara. Til hliðar má finna leiðbeiningar vegna skráningu ökutíma og upplýsingar um endurmenntun ökukennara svo eitthvað sé nefnt. Fyrir neðan birtast upplýsingapóstar sem sendir eru til ökukennara og ökuskóla frá ökunámsteymi Samgöngustofu.
Fréttasíða ökukennara
20.12.2024
Við viljum vekja athygli á nýrri upplýsingasíðu fyrir ökukennara sem er komin í loftið en þar munu upplýsingapóstar verða birtir: https://island.is/okukennari
Rafræn próftaka í ÖR-prófum hefst að öllu óbreyttu þann 1. febrúar 2025. Vinna við stafræna ökunámsbók fyrir aukin ökuréttindi er í fullum gangi og heldur áfram á nýju ári.
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, þökkum við ykkur fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.
2. desember 2024
Áætlað er að rafræn próftaka í ÖR-prófum hefjist 1. febrúar nk. Spurningum hefur verið snúið yfir í rétt/rangt fullyrðingar eins og í B-prófunum. Ör-prófin verða áfram þýdd á ensku og pólsku og samhliða rafrænni próftöku bætist við þýðing á arabísku. Undirbúningur að rafrænni próftöku í A-réttindum hefst eftir áramót.
Hér má sjá skiptingu prófsins í flokka og fjölda fullyrðinga eru í hverjum flokki:
Flokkur | Fjöldi fullyrðinga |
Umferðarmerki 1 Bannmerki, boðmerki, forgangsmerki, viðvörunarmerki | 8 |
Umferðarmerki 2 Sérreglumerki, akreinamerki, upplýsingamerki, vegvísar, þjónustumerki, önnur merki | 4 |
Umferðarmerki 3 ( umferðarmerki ÖR) | 6 |
Forgangur - umferðarljós og merki lögreglu | 4 |
Forgangur - á gatnamótum, hægri regla, merki um forgang | 4 |
Stöðvun og lagning | 2 |
Gangbrautir, óvarðir vegfarendur, varúð | 2 |
Ökuskírteini og opinber umsýsla | 3 |
Ökutæki og umhverfisþættir | 3 |
Ljósa- og merkjanotkun | 2 |
Hraði og aðstæður, stöðvunarvegalengd | 2 |
Mannlegir þættir | 4 |
Almennir aksturshættir | 4 |
Skyndihjálp og viðbrögð á slysstað | 2 |
15.11.2024
Nú hefur Ökugerðinu á Akureyri verið lokað fyrir veturinn og því verður tímabundin undanþága fyrir ökunema á Norðurlandi virkjuð.
Við minnum á að þann 1. maí 2025 verður hætt að gefa út undanþágur, tímabundnar og ótímabundnar, vegna náms í ökugerði. Eftir þann tíma þurfa því allir ökunemar að ljúka námi í ökugerði áður en þeir þreyta verklegt próf í B-flokki. Nú gefst einnig rýmri tími til að sækja nám í ökugerði eftir breytingar á námskrá, en nú eru skilyrðin þau að ökunemar þurfa að hafa lokið við ökuskóla 1 og tíu ökutíma.
18.10.2024
Nú hefur ný síða fyrir ökupróf í B-flokki litið dagsins ljós. Síðunni er ætlað að skýra framkvæmd prófsins og uppsetningu þess. Einnig er þar að finna dæmi um spurningar í hverjum flokki. Við vonum að þessi síða nýtist ökunemum vel og að þið vísið þeim á hana við undirbúning prófsins. https://island.is/oekuprof-fyrsta-bilprofid
Að þessu sögðu viljum við greina frá því að við tökum reglulega út tölfræði yfir hvernig hver og ein spurning á bóklega prófinu kemur út. Við höfum breytt orðalagi spurninga sem gætu talist villandi og tekið einstaka spurningar út. Við höfum tekið eftir að spurningar úr eftirfarandi flokkum hafa verið að koma frekar illa út og teljum þar ekki um að kenna orðalagi eða spurningunum sjálfum:
Viðbrögð á slysstað, skyndihjálp
Stöðvun og lagning
Umferðarmerki 2 (önnur merki)
Þarna teljum við tækifæri fyrir ökukennara og ökuskóla að bregðast við með því að leggja meiri áherslu á þessa flokka í undirbúningi fyrir bóklega prófið.
08.10.2024
Nú er vinna í fullum gangi við að koma umsóknar- og ökunámsferli vegna aukinna ökuréttinda í stafrænt form. Stefnt er að því að umsókn fari í loftið um áramót og þar með stafræn ökunámsbók. Samhliða þessu er í gangi endurskoðun á prófatriðum í ÖR-prófum auk yfirfærslu yfir á rafrænt form. Stefnt er að því að rafræn próftaka í auknum ökuréttindum hefjist í framhaldinu. Spurningum með þrem valmöguleikum er nú breytt í rangt/rétt fullyrðingar, rétt eins og í B-prófunum.
Við höfum flokkað spurningarnar og eru flokkarnir eftirfarandi:
Flokkur | Fjöldi fullyrðinga |
Umferðarmerki 1 | 8 |
Bannmerki, boðmerki, forgangsmerki, viðvörunarmerki | |
Umferðarmerki 2 | 4 |
Sérreglumerki, akreinamerki, upplýsingamerki, vegvísar, þjónustumerki, önnur merki | |
Umferðarmerki 3 (Sérstök merki fyrir ÖR) | 6 |
Forgangur - umferðarljós og merki lögreglu | 4 |
Forgangur - á gatnamótum, hægri regla, merki um forgang | 4 |
Stöðvun og lagning | 2 |
Gangbrautir, óvarðir vegfarendur, varúð | 2 |
Ökuskírteini og opinber umsýsla | 3 |
Ökutæki og umhverfisþættir | 3 |
Ljósa- og merkjanotkun | 2 |
Hraði og aðstæður, stöðvunarvegalengd | 2 |
Mannlegir þættir | 4 |
Almennir aksturshættir | 4 |
Skyndihjálp | 2 |
Okkur langar að bjóða ykkur að koma með tillögur að fullyrðingum sem nýta mættu sem prófatriði: https://forms.gle/coqZk9FXb6SVzjPL9
Dæmi um fullyrðingar:
Ökutæki og umhverfisþættir:
Ef gaumljós fyrir rafalinn kviknar í akstri og hitamælir fyrir kælikerfi sýnir hækkandi hita er líklegt að lofthreinsari sé stíflaður
Ökuskírteini og umsýsla:
Vegagerðin annast merkingar á vegum
18.09.2024
Sýslumaður hefur beðið okkur að koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis til ykkar vegna BE umsókna og rafrænna ökunámsbóka.
Ef sótt hefur verið um á pappírsformi og ekki í gegnum island.is (t.d. sótt um áður en rafræna ferlið opnaði), þá stofnast ekki rafræn ökunámsbók og kennari getur ekki skráð tímana rafrænt. Þá er það bara sama ferli og var áður.
Það er, bara þau sem sækja um rafrænt í gegnum island.is, geta lokið öllu ferlinu rafrænt.
04.09.2024
Eins og fram kom í pósti sem sendur var á ökukennara fyrr á þessu árið þá var stefnt að því að afnema allar undanþágur frá akstri í ökugerði fyrir verklegt próf í kjölfar breytinga á námskrá. Nú hafa ökunemar mun rýmri tíma til að klára akstur í ökugerði hjá Ökugerðinu á Akureyrir eða Ökuskóla 3 í Reykjavík og því hefur verið tekin ákvörðun um að engar undanþágur verðir gefnar frá akstri í ökugerði fyrir verklegt próf, frá og með 1. maí 2025. Ákvæði til bráðabirgða í reglugerð um ökuskírteini hefur því verið framlengt í síðasta sinn og gildir til 1.maí 2025.
Viljum við beina þeim tilmælum til ökukennara, og sérstaklega þeirra sem kenna á þeim svæðum þar sem áður var undanþága, að upplýsa sína ökunema um þessar breytingar.
Einnig er gaman að segja frá því að umsókn fyrir BE réttindi er orðin rafræn og því geta ökukennarar nú skráð ökutíma fyrir BE flokk rafrænt. Flipa fyrir BE flokk var bætt inn í viðmótið sem ökukennarar þekkja vel fyrir B flokk og nú þarf að velja BE flokk efst í valmyndinni til að fá upp réttan nemendalista ef skrá á verklegar kennslustundir fyrir BE flokk.
Þjónustuaðili
SamgöngustofaTengd stofnun
SýslumennTengd stofnun
Ríkislögreglustjóri