Fara beint í efnið

Upplýsingasíða fyrir ökukennara

Á þessari síðu

Staðfesting á akstursmati

Akstursmat útfyllt af ökukennara

Markmið akstursmats er að meta hvort mat ökumanns á eigin hæfni sé í samræmi við raunverulega getu hans. Akstursmati er einnig ætlað að vera leiðsagnarmat sem gefur ökumanni góða mynd af eigin styrkleikum og veikleikum við akstur með tilliti til umferðaröryggis.

Gert er ráð fyrir að akstursmat taki um 50 mínútur, þar af aksturinn 30 mínútur. Ökumaður metur eigin hæfni í upphafi og atriði sem gott er að hafa til hliðsjónar má finna hér fyrir neðan. Eftir sjálfsmat ökumanns tekur við akstur í 30 mínútur þar sem ökukennari velur hluta leiðarinnar og ökumaður hluta. Eftir aksturinn fer ökukennarinn yfir sömu atriði og ökumaður fór yfir í upphafi og gefur ökumanni sitt mat.

Gátlisti vegna akstursmats

Akstursleikni

  • hemlar, tengsl og gírar

  • stýrisgrip – seta undir stýri

  • gengið frá ökutæki – gangsetning

  • beygjur – staða á akbraut

  • ekið aftur á bak – bakkað í stæði

  • stefnuljós

Öryggi – umferðarlög

  • forgangur – hægri reglan

  • stöðvunarskylda

  • umferðarmerki – umferðarljós

  • hraði

  • hringtorg

Tillitsemi við aðra vegfarendur

  • aðgæsla við gangandi vegfarendur

  • varúð við skóla og leikskóla

  • aðrir óvarðir vegfarendur

Athygli – eftirtekt

  • lestur umferðarljósa

  • val akreina – akreinaskipti

  • næmi á aðra ökumenn

  • umferðarmerkingar

  • umferðaraðstæður – veggrip, veður

Vistakstur

  • hraði í beygjum

  • hröðun – hemlun

  • bil milli bíla

Leiðbeiningar vegna skráningar

Hér er farið í gegnum ferli ökukennara sem skráir rafrænt að akstursmat hafi farið fram.

Þegar ökukennari hefur staðfest að akstursmat, fær nemandi tölvupóst og getur hafið umsókn um fullnaðarskírteinið.

Akstursmat 1

  • Hakað er við „Ég hef kynnt mér ofangreint“ og ýtt á „Halda áfram” hnappinn til þess að fara á næstu síðu í ferlinu. Þar með er upplýsingum aflað úr ökutækjaskrá.

akstursmat2
  • Kennitala umsækjanda og netfang umsækjanda er slegið inn og þá birtist nafn nemandafyrir neðan. Síðan er valið „Halda áfram”.

Akstursmat3
  • Hér hakar ökukennari við „Ég staðfesti að akstursmat hafi farið fram" og ýtir á „Staðfesta" til að klára ferlið.

Akstursmat5
  • Þegar ferlinu er lokið er eftirfarandi tölvupóstur sendur á nemanda:

Akstursmat4
  • Þegar akstursmati er lokið þarf umsækjandi að sækja um fullnaðarskírteini.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa