Fara beint í efnið

Staðfesting á akstursmati (ökukennarar)

Akstursmat útfyllt af ökukennara

Ökumaður með bráðabirgðaskírteini þarf að fara í akstursmat hjá ökukennara áður en hann sækir um fullnaðarskírteini.

Endurnýjun bráðabirgðaskírteinis – útgáfa fullnaðarskírteinis

Bráðabirgðaskírteini gildir í þrjú ár. Þann gildistíma má stytta. Ökumaður getur fengið fullnaðarskírteini, hafi hann haft bráðabirgðaskírteini samfellt í 12 mánuði og ekki á þeim tíma fengið punkta í punktakerfi vegna umferðarlagabrota og farið í akstursmat. Vilji ökumaðurinn ekki nýta sér þessa heimild eða fullnægi hann ekki skilyrðunum, gildir bráðabirgðaskírteinið áfram þar til það rennur út eftir þrjú ár frá útgáfudegi.

Að þeim tíma liðnum fær ökumaðurinn fullnaðarskírteini, fullnægi hann áðurnefndum skilyrðum. Fullnægi hann þeim hins vegar ekki, fær hann útgefið bráðabirgðaskírteini á ný til þriggja ára.

Hvað er akstursmat?

Í akstursmati er kannað hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni sé í samræmi við raunverulega getu hans. Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til umferðaröryggis.

Hverjir annast akstursmat?

Ökukennari annast akstursmat. Ökumaður ræður sjálfur hver annast akstursmatið fyrir hann og greiðir ökukennaranum fyrir matið samkvæmt gjaldskrá hans.

Hvernig fer akstursmat fram?

Akstursmat fer þannig fram að ökumaðurinn lýsir fyrir ökukennaranum eigin mati á aksturshæfni sinni og öryggi í umferðinni. Að því loknu skal ökumaðurinn aka bifreið sem hann sjálfur leggur til en ökukennarinn fylgist með akstrinum og skráir hjá sér athugasemdir um þau atriði sem hann telur jákvæð og neikvæð í akstrinum.

Að akstrinum loknum lýsir ökumaðurinn fyrir ökukennaranum hvernig honum finnst að sér hafi til tekist og hvað hefði betur mátt fara. Ökukennarinn ber lýsingu ökumannsins saman við sínar niðurstöður og ræðir misræmi sem kann að vera þar á við ökumanninn. Gert er ráð fyrir að akstursmat taki 50 mínútur, þar af aksturinn 30 mínútur og úrvinnsla og niðurstaða 15 mínútur þar sem ökumaðurinn og ökukennarinn ræða hvernig bæta megi öryggi ökumannsins.

Staðfesting akstursmats

Að akstursmati loknu sendir ökukennarinn staðfestingu að akstursmati sé lokið stafrænt í gegnum Ísland.is.

Nemandi fær staðfestingu í tölvupósti og getur í kjölfarið sótt um fullnaðarskírteini á Ísland.is.

Akstursmat útfyllt af ökukennara

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15