Fara beint í efnið

Akstur og bifreiðar

Fullnaðarskírteini

Umsókn um fullnaðarskírteini

Umsókn um útgáfu fullnaðarskírteinis má fylla út á island.is eða afhenda sýslumanni, óháð því hvar umsækjandi hefur búsetu.

Sækja má um fullnaðarskírteini hafi ökumaður haft bráðabirgðarskírteini samfellt í 12 mánuði, lokið ökuskóla 3 og farið í akstursmat.
Vilji ökumaðurinn ekki nýta sér þessa heimild eða fullnægir ekki skilyrðum, þá gildir bráðabirgðaskírteinið áfram þar til það rennur út eftir þrjú ár frá útgáfudegi. Að þeim tíma liðnum fær ökumaðurinn fullnaðarskírteini, fullnægi hann áðurnefndum skilyrðum. Fullnægi hann þeim hins vegar ekki, fær hann útgefið bráðabirgðaskírteini á ný til þriggja ára .

Áður en fullnaðarskírteini er gefið út skal ökumaður fara í akstursmat, þar sem kannað er hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni er í samræmi við raunverulega getu hans.

Kostnaður

Fullnaðarskírteini kostar 8.000 krónur.


Skilyrði

  • Hafa verið með bráðabirgðaskírteini í a.m.k 1 ár

  • Hafa lokið Ökuskóla 3

  • Hafa lokið akstursmati

  • Hafa fullnægjandi sjón og heyrn

  • Vera líkamlega og andlega hæfur til að stjórna bíl

  • Hafa fasta búsetu á Íslandi

  • Ekki fengið punkt vegna umferðarlagabrota og/eða sviptinga síðustu 12 mánuði

Fylgigögn

  • Passamynd (35 x 45 mm) af umsækjanda, á ljósmyndapappír, merkja- og stimplalaus og bakgrunnur skal vera einlitur. Ekki er heimilt að senda mynd rafrænt og ekki er mögulegt að notast við myndir sem teknar hafa verið til afnota í vegabréf.

  • Læknisvottorð frá heimilislækni eða viðeigandi sérfræðilækni, ef einhverri spurningu er svarað játandi í heilbrigðisyfirlýsingu.

  • Læknisvottorð frá heimilislækni eða augnlækni ef viðkomandi notar gleraugu eða linsur, hefur skerta sjón eða skert sjónsvið.

Umsóknarferli

Fylla þarf út umsókn um endurnýjun ökuskírteinis.

Umsókn skal fylgja passamynd og heilbrigðisyfirlýsing eða læknisvottorð eftir atvikum.

Þurfi umsækjandi að nota gleraugu eða linsur við akstur eða eigi við annan heilsufarsvanda að stríða sem getur haft áhrif á akstur þarf að skila læknisvottorði frá heimilislækni.

Ef bráðabirgðaskírteinið þitt er að renna út og þú ert með punkt getur þú sótt um endurnýjun á bráðabirgðaskírteininu og fengið annað þriggja ára skírteini. Þú þarft ekki að fara í akstursmat fyrr en þú getur sótt um fullnaðarskírteinið. Bráðabirgðaskírteini kostar 4.000 krónur.

Umsókn um fullnaðarskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Tengd stofnun

Lögreglan