Fara beint í efnið

Umsókn um starfsleyfi ökuskóla

Umsókn um starfsleyfi ökuskóla

Samgöngustofa gefur út starfsleyfi fyrir ökuskóla fyrir alla ökuréttindaflokka.

Skilyrði starfsleyfis

  1. Faglegur stjórnandi skal vera ökukennari með starfsleyfi.

  2. Ökuskóli skal hafa aðgang að kennslufræðilegri ráðgjöf og skal ráðgjafi hafa kennslufræðilega menntun, vera ökukennari með nám frá skóla á háskólastigi eða ökukennari sem hefur lokið sérstöku námskeiði um kennslufræði, hópkennslu og nýsitækni.

  3. Ökuskóli skal leggja fram kennsluskrá og annast innra mat á gæðum kennslu. Kennsluskrá skal endurskoða árlega og senda Samgöngustofu fyrir 1. mars ár hvert.

  4. Ökuskólinn skal hafa aðgang að ökutæki sem skráð er til kennslu.

  5. Ökuskóli skal hafa húsnæði þar sem er aðstaða til bóklegrar kennslu og eftir því við á, verklegrar kennslu.

  6. Ökuskóli skal vera skráður í fyrirtækjaskrá.

Fari fram fjarnám á vegum ökuskóla þarf skólinn að hafa yfir að ráða fjarkennslukerfi sem Samgöngustofa viðurkennir.

Heimila má að ökuskóli haldi námskeið í öðru húsnæði en því sem tilgreint er í starfsleyfi.

Við útgáfu starfsleyfis ökuskóla skal umsækjandi skila inn umsókn til Samgöngustofu sem kannar hvort skilyrðum til skólahalds sé fullnægt.

Umsókn um starfsleyfi ökuskóla

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa