Ökupróf - ÖR-próf
ÖR- próf er bóklegt próf fyrir öll sem taka aukin ökuréttindi. ÖR-próf stendur fyrir Öryggispróf. Þegar grunnnámi er lokið má fara í ÖR-próf sé aldursskilyrðum náð.
Almennar upplýsingar
Ör-prófið má taka um leið og grunnnámi í ökuskóla er lokið.
Frumherji hf annast framkvæmd ÖR-prófa um land allt samkvæmt samningi við Samgöngustofu. Ökunemi bókar sjálfur í prófið.
Bóklega prófið er tekið á spjaldtölvur. Prófið samanstendur af 50 fullyrðingum sem svara á rétt eða rangt. Spurt er um efni sem þú hefur lært í ökuskólanum. Flokkana og dæmi um spurningar má finna neðar á síðunni.
Niðurstöður úr prófinu færðu strax við próflok. Svara þarf 45 fullyrðingum rétt til að standast prófið.
Ef þú fellur í prófinu getur þú tekið það aftur að viku liðinni. Sama gjald er greitt fyrir hvert próf sem tekið er.
Upplestur er í boði fyrir öll bókleg próf. Upplestur er í formi vefþulu sem smellt er á í prófinu.
ÖR-próf eru til á eftirfarandi tungumálum:
íslensku
arabísku
ensku
pólsku
Ef próftaki talar ekkert af þeim tungumálum sem þýdd eru, getur sá komið með túlk í prófið.
Mikilvægt er að túlkur sé löggildur eða með samþykki frá Samgöngustofu.
Próftaki ber sjálfur kostnað af túlkun.
Eingöngu er túlkað af íslensku yfir á viðkomandi mál.
Mikilvægt er að kynna sér prófreglur Samgöngustofu og Frumherja
Flokkar í ÖR-prófi og dæmi um spurningar
Í þessum flokki eru 8 spurningar úr eftirfarandi umferðarmerkjaflokkum: bannmerki, boðmerki, forgangsmerki, viðvörunarmerki. Spurt er um þýðingu merkjanna og hvernig eigi að bera sig að í kringum þau.
Sjá öll umferðarmerki og flokkun þeirra.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Þetta umferðarmerki gefur til kynna að jarðgöng séu framundan. Þetta umferðarmerki gefur til kynna að jarðgöng séu framundan.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar úr erftirfarandi umferðarmerkjaflokkum: sérreglumerki, akreinamerki, upplýsingamerki, vegvísar, þjónustumerki, önnur merki. Spurt er um þýðingu merkjanna og hvernig eigi að bera sig að í kringum þau.
Sjá öll umferðarmerki og flokkun þeirra.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Þetta merki vísar á apótek.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 6 spurningar úr umferðarmerkjum er aðallega tengjast stórum ökutækjum. Spurt er um þýðingu merkjanna og hvernig eigi að bera sig að í kringum þau.
Sjá öll umferðarmerki og flokkun þeirra.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Þetta umferðarmerki táknar að bannað sé að flytja vatnsspillandi efni.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar sem tengjast forgangi í umferð. Sérstaklega er varða umferðarljós og umferðarstjórnun lögreglu.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Lögreglumaðurinn á myndinni er að stjórna umferð. Bíll A á að stöðva.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar sem tengjast forgangi í umferð. Hér er spurt um hægri reglu, notkun forgangsmerkja og forgang við gatnamót og í hringtorgum.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Ökumaður C má fyrstur aka sína leið.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar um stöðvun og lagningu bíla. Hér þarf að vita hver er munur á stöðvun og lagningu og þær reglur og umferðarmerki sem gilda um hvort fyrir sig.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Almennt má stöðva ökutæki til að hleypa út farþega á vegamótum.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar sem varða óvarða vegfarendur og reglur sem gilda um gangbrautir.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Þegar ekið er fram hjá fólki á hestum er réttast að vara fólkið við með hljóðmerki.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 3 spurningar þar sem kannað er hvort ökunemi þekki hvað felst í þeim réttindum sem fylgir auknum ökuréttindum, reglur um skyldutrygginar og umferðarlagabrot. Einnig hvort hann þekki helstu stofnanir sem tengjast umferðarmálum og helsta hlutverk þeirra.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Frá og með næsta ári frá nýskráningu þarf að skoða hópbíla árlega (á hverju ári).
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 3 spurningar þar sem kannað er hvort ökunemi þekki helstu öryggisreglur sem snúa að ökutækjum sem og þá umhverfisþætti sem geta haft áhrif á aksturseiginleika.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Í skráningarskírteini bíls eru upplýsingar um þyngd farms sem heimilt er að flytja í bílnum.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar þar sem kannað er hvort ökunemi þekki reglur um ljósnotkun bíla og merkjanotkun (stefnuljós o.s.frv.)
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Þegar bílar aka með há ljós í myrkri þarf að skipta yfir í lág ljós u.þ.b. 200-300 metrum áður en bílar mætast.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar um hámarkshraða og stöðvunarvegalengd (viðbragðs, hemlunarvegalengd)
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Hámarkshraði bíls með eftirvagn eða skráð tengitæki má ekki vera meiri en 50 km/klst.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar um þá mannlegu þætti sem geta haft áhrif á aksturshæfni og hegðun í umferðinni.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Til að atvinnubílstjórinn geti talist fagmaður í starfi sínu þarf hann meðal annars að hafa góða þekkingu á reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 4 spurningar um almenna aksturshætti. Til dæmis um akstur í erfiðum aðstæðum, akstursvenjur og almenna umferðarhegðun.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
When driving towards a roundabout, a priority should be given to those who are already in the roundabout.
Rétt
Rangt
Í þessum flokki eru 2 spurningar um skyndihjálp og skyldur ökumanna á slysstað.
Dæmi um spurningu (merkja við rétt eða rangt):
Sá sem kemur fyrstur á slysstað verður fyrst af öllu að tryggja öryggi á slysstað.
Rangt
Rétt
Þjónustuaðili
Samgöngustofa