Það er á ábyrgð próftaka að kynna sér prófreglur prófamiðstöðvar og Samgöngustofu og fylgja þeim. Prófdómara er heimilt að stöðva próf og víkja próftaka úr prófi, hlíti hann ekki fyrirmælum sem honum eru gefin eða fari hann ekki eftir prófreglum. Brot á prófareglum getur varðað banni frá skráningu í ökupróf í allt að 6 mánuði.
Öll notkun snjall- og samskiptatækja er óheimil í prófstofu.
Prófreglur
Próftaki verður að framvísa gildum persónuskilríkjum með mynd, slökkva á símum, snjallúrum og öðrum raftækjum og skilja eftir hjá starfsfólki/prófdómara.
Próftaka ber að skilja eftir yfirhafnir, derhúfur, húfur, töskur og pennaveski hjá starfsfólki/prófdómara.
Próftaki mætir stundvíslega til prófs og framvísar ökunámsbók (ef við á) með staðfestingu á að öllum námsþáttum sé lokið til að mega taka próf.
Ef liðnar eru meira en 15 mínútur af próftíma þegar próftaki mætir skal honum að jafnaði vísað frá prófi. Ennfremur skal próftaka ekki hleypt úr prófstofu fyrr en minnst 15 mínútum eftir upphaf prófs.
Próftaki skal vera kurteis í hegðun gagnvart starfsfólki og prófdómurum og fara eftir fyrirmælum þeirra.
Prófamiðstöð útvegar skriffæri og spjaldtölvur. ekki er heimilt að koma með sitt eigið.
Öll fylgigögn eða glósur eru óheimil í ökuprófi.
Öll samskipti á milli próftaka eða aðila utan prófstaðar eru bönnuð á meðan á prófi stendur.