Fara beint í efnið

Sækja um æfingaakstur

Umsókn um að gerast leiðbeinandi í æfingaakstri

Skilyrði fyrir æfingaakstri

  • Leiðbeinandi í æfingaakstri er foreldri eða annar aðili sem fylgir barni í æfingaakstri. Til að fá leyfi sem leiðbeinandi við æfingaakstur þarf viðkomandi að hafa náð 24 ára aldri, hafa gild ökuréttindi fyrir B flokk í að minnsta kosti 5 ár og hafa ekki verið sviptur ökuréttindum eða refsað fyrir vítaverðan akstur á síðustu 12 mánuðum.

  • Ökunemi þarf að ljúka ökuskóla 1 og 10 verklegum ökutímum að jafnaði áður hægt er að sækja um leyfi til æfingaaksturs.

  • Ökukennarinn metur hvort og hvenær nemandinn er tilbúinn til að hefja æfingaakstur og staðfestir það í rafræna ökunámsbók nemanda. Þá getur leiðbeinandi sótt um að vera leiðbeinandi í æfingaaksti hjá ökunema.

Leyfi fyrir leiðbeinendur með ökuskírteini frá EES ríki

Leiðbeinendur með ökuskírteini frá EES ríki þurfa að mæta á skrifstofu sýslumanns með:

  • ökukskírteinið

  • Umsókn vegna æfingaaksturs frá ökukennara

Kostnaður

Umsókn um æfingaleyfi er ókeypis

Æfingaleyfið

Æfingaleyfið er gefið út á nafn leiðbeinanda og nemanda og er leyfið sent til beggja aðila í pósthólf á island.is. Leyfið gildir í allt að 18 mánuði en þó aldrei lengur en námsheimildin er í gildi.

Uppfylli leiðbeinandi skilyrði, birtist það innan nokkurra mínútna í pósthólfinu. Leyfið fellur sjálfkrafa úr gildi þegar nemandi hefur öðlast ökuréttindi.

Leiðbeinandi skal hafa leyfið meðferðis við æfingaakstur og sýna það þegar lögreglan krefst þess. Í æfingaakstri telst leiðbeinandi vera stjórnandi bifreiðar. Heimilt er að afturkalla leyfi ef sérstaklega stendur á. Leiðbeinanda er óheimilt að taka gjald fyrir að leiðbeina ökunema í æfingaakstri.

Útrunnið æfingaleyfi

Ef námsheimild rennur út, rennur æfingaleyfið líka út. Þá þarf að sækja um nýja námsheimild hjá sýslumanni. Leiðbeinandi þarf þá líka að sækja um heimild aftur.

Umsókn um að gerast leiðbeinandi í æfingaakstri

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15