Bráðabirgðaskírteini gildir í 3 ár, á þeim tíma þarf færri punkta til að missa ökuréttindin. Hægt er að sækja um fullnaðarskírteini eftir 1 ár á bráðabirgðaskírteini ef eftirfarandi skilyrði eru fyrir hendi. Að ökumaður hafi lokið Ökuskóla 3 og akstursmati. Ökumaður má hvorki hafa fengið punkt vegna umferðarlagabrota né verið sviptur ökuréttindum síðustu 12 mánuði til þess að geta lokið akstursmati hjá ökukennara. Ef bráðabirgðaskírteini er útrunnið, má sækja um nýtt bráðabirgðaskírteini.
Skilyrði fyrir útgáfu ökuskírteinis
Hafa náð 17 ára aldri
Hafa fullnægjandi sjón og heyrn
Vera líkamlega og andlega hæfur til að stjóra bíl
Hafa fasta búsetu á Íslandi
Hafa staðist skriflegt ökupróf
Hafa staðist verklegt ökupróf hjá löggiltum prófdómara
Nánar um skilyrði fyrir útgáfu ökuskírteina í reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
Þjónustuaðili
Sýslumenn