Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráning styrks í Contentful

Þegar bæta á við færslum á Styrkjatorgi er fyrst stofnuð færsla fyrir sjóð (Fund).

Eftir að sjóður hefur verið skráður (má vera í Draft) er hægt að skrá einn eða fleiri styrki sem honum tilheyra.

Til einföldunar sýna eftirfarandi skjáskot bara íslenskt viðmót, en ætlast er til þess að samsvarandi upplýsingar séu skráðar á ensku líka.

Grunnatriði í skráningu styrks

Öllum styrkjum tilheyra:

  • Heiti

    • Sjá ábendingar um heiti styrkja í annarri handbókarfærslu;

  • Örlýsing (að hámarki 180 stafir/slög)

    • Örlýsing birtist alltaf í samhengi við heiti styrks og sjóðs, þannig að óþarfi er að endurtaka þau í örlýsingunum.

  • ID tilvísun

    • Birtist í vefslóðum með svipuðum hætti og slug

    • Mynstrið er x-y, þar sem x er tala sem vísar til viðeigandi stofnunar og y er tala sem aðgreinir styrkjafærslur innan stofnunar.

    • Ritstjórn Ísland.is getur aðstoðað við að finna viðeigandi tilvísun hverju sinni, en til þess að ný stofnun verði sýnileg í leitarsíun er þörf á viðbót í forritun.

    • Í tilviki Rannís er ID tilvísun notuð til að sækja sjálfkrafa dagsetningargögn úr umsóknarkerfi.

  • Vísun í sjóð (fund)

    • Tenging styrks við stofnun kemur frá völdum sjóði (en ekki frá t.d. ID tilvísun)

Textalýsingar styrks

Meginmál styrkjafærslu gerir ráð fyrir fimm köflum, sem sumir birtast með sjálfgefnum millifyrirsögnum.

Til þess að ýta undir að lýsingar séu knappar og skýrar er mjög takmarkað hvað er í boði varðandi mörkun texta. Einungis er í boði:

  • Hefðbundnar málsgreinar

  • Punktalistar

  • Textahlekkir

Það er valfrjálst hvað er fyllt út í marga af þessum fimm köflum, en mælst til þess að lágmarki að skrá grunnlýsingu og lýsingu á því hverjir geta sótt um.

Kaflarnir eru:

1. Grunnlýsing (Special emphasis)

Birtist án fyrirsagnar. Leggja skal áherslu á að svara því hvort viðkomandi styrkur/tækifæri komi til greina varðandi þarfir umsækjanda eða verkefnis. Til dæmis með stuttri lýsingu á þeim kröfum sem gerðar eru, eðli þess stuðnings sem er í boði, lykilupphæðum o.s.frv.

2. Hverjir geta sótt um? (Who can apply?)

Stutt textalýsing á því hverjir geta sótt um. Gjarnan sett fram sem punktalisti ef það á við.

3. Hvernig er sótt um? (How to apply?)

Hér mætti nefna í hvaða umsóknarkerfi á að skrá umsóknir, hvaða kröfur eru gerðar um tungumál og mögulega nefna helstu gögn sem þarf að hafa tiltæk fyrir umsóknarferlið.

4. Svör við spurningum (Answering questions)

Hvar og hvernig er hægt að hafa samband vegna spurninga um styrkinn? Hér mætti nefna upplýsingar um netfang, símanúmer og símatíma eftir því sem við á.

5. Almennar ábendingar (Application hints)

Birtist án fyrirsagnar. Þetta svæði er ætlað fyrir mögulegar ítarskýringar til viðbótar við þá tengla sem er að finna í lýsigögnum (og birtast í hliðardálki) – eða ef þörf er á því að skýra betur hvað liggur að baki skráðum tenglum. Til dæmis: „Í handbók sjóðsins eru meðal annars dæmigerðar spurningar og matskvarðar fyrir umsóknir.“

Hér gæti einnig verið stutt lýsing á ferlinu við afgreiðslu umsókna og áætluðum dagsetningum.

Vísun í umsóknarkerfi

Vísað er í umsóknarkerfi með sambærilegum hætti og í Process Entry í Article-skráningum.

Skjáskot

Mælst er til þess að vísunin sé í rafrænt umsóknarkerfi og sjálfgefinn texti hnappsins er því „Sækja um“ (Apply).

Í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að skrá beina vísun í umsóknarkerfi, til dæmis ef ferli eru ekki orðin rafræn, má breyta textanum í til dæmis „Lesa meira“ og vísa á upplýsingasíðu.

Umsóknartímabil

Styrkjatorg gerir ráð fyrir nokkrum dæmigerðum möguleikum varðandi það hvenær opið er fyrir umsóknir (sjá næsta skjáskot):

  1. Automatic – Byggt er á skráðum frá-til dagsetningum til að sýna hvort opið er eða lokað fyrir umsóknir.

  2. Always open – Alltaf er hægt að sækja um, óþarft að skrá dagsetningar.

  3. Open with note – Alltaf er hægt að sækja um, gert ráð fyrir að textaskýring fylgi.

  4. Closed with note – Lokað er fyrir umsóknir, gert ráð fyrir að textaskýring fylgi.

Ef textaskýring (Status note) er skráð birtist hún í beinu framhaldi af umsóknarstiku í meginmáli, óháð því hvaða möguleiki er valinn varðandi stöðu umsókna. Dæmi um textaskýringu gætu verið „Ekki er ljóst hvenær næst verður hægt að sækja um“ eða „Dagsetningar gætu breyst þegar nær dregur“.

Algegnasta notkunin fyrir skráningu umsóknartímabils er að byggja á sjálfvirkni með skráðum frá-til dagsetningum:

Skjáskot

Í því tilviki þarf bæði að skrá dagsetningar og velja gildið „Automatic“ í fellilistanum. Við það uppfærist birting styrksins sjálfkrafa, t.d. varðandi það hvort umsóknarhnappur er virkur eða ekki.

Hægt er að merkja að upphafsdagsetning sé áætluð og þá birtist samsvarandi texti sem vísar í mánuð („Áætlað næst í desember 2027“). Ef skráð umsóknartímabil rennur upp og það er enn merkt sem áætlað, þá lítur kerfið svo á að opið sé fyrir umsóknir. Rökstuðningurinn fyrir því er að við viljum alls ekki að kerfið feli virka umsóknarmöguleika ef umsjónarmaður skyldi gleyma að uppfæra þessa einu stillingu.

Eftir að skráð tímabil er liðið er síðasta umsóknartímabil birt og lokadagsetning nefnd sérstaklega („Frestur var til 07. febrúar 2025“).

Önnur lýsigögn styrks

Fyrir styrk er hægt að skrá fylgiskjöl (Assets) eða tengla (Link).

Vísanir í þau birtast í hliðarstiku án sérstakrar yfirskriftar, en íkon gefa til kynna hvers konar vísun er um að ræða.

Loks er hægt að velja í hvaða flokkum styrkurinn á að birtast og af hvaða tegund hann er. Þær skráningar byggja á skráðum Generic tags og í Contentful byrja heiti valkostanna á:

  • Styrkur - Flokkur - X

  • Styrkur - Tegund - X

Við skráningu á flokkum er mælt með því að velja fyrst Innlent eða Alþjóðlegt til að gæta samræmis við aðra styrki – en kerfið gerir þó engar kröfur um það.

Skjáskot

Dæmi um hvernig þessi tög (og liðið umsóknartímabil) birtast á spjaldi fyrir styrk:

Skjáskot af Styrkjatorgi

merki

Handbók vefstjóra

Ertu með ábendingu eða spurningu?