Handbók vefstjóra: Setja inn efni
Hugtökin sjóður (Fund) og styrkur (Grant) ásamt ábendingum um nöfn
Skilgreining sjóðs
Sjóður (Fund) er sá aðili sem tekur á móti umsóknum og tekur ákvörðun um samþykki umsókna og úthlutanir þess stuðnings sem er í boði.
Mikilvægt er að taka hugtakið „sjóður“ ekki allt of alvarlega og í mörgum tilvikum kemur það orð ekki fyrir í hinu formlega heiti.
Í skráningu sjóðs í Contentful er tiltekið hvaða stofnun hann tilheyrir, með sambærilegum hætti og fyrir greinar.
Nafn sjóðs
Nöfn sjóða eru yfirleitt fastsett í lögum eða reglugerðum og lítið svigrúm til ritstjórnar.
Skilgreining styrks
Styrkur (Grant) er það sem umsækjandinn er að falast eftir. Segja má að styrkurinn sé sú „vara“ sem er verið að bjóða lesendum.
Styrkur tengist alltaf sjóði. Hver sjóður getur átt sér fleiri en einn tengdan styrk.
Mikilvægt er að afmörkun styrks sé skýr og afdráttarlaus, til dæmis byggt á notendaþörfum þeirra markhópa sem geta sótt um.
Lykilspurningin sem við viljum svara á Styrkjatorgi er „hvernig á þetta tækifæri við mig og mínar þarfir?“.
Stundum styrkir tiltekinn sjóður ólík viðfangsefni og þá gæti reynst skýrara að skrá það sem aðskildar færslur. Ef tiltekinn sjóður styrkir t.d. bæði háskólakennara og doktorsnema gæti verið skýrara fyrir lesendur að skrá það sem tvær styrkja-færslur með áherslu á sitthvorn markhópinn.
Heiti styrks
Heiti styrkja ættu að vera eins skýr og lýsandi og hægt er.
Þar sem nafn sjóðsins fylgir alltaf í birtingu styrkja er óþarfi að endurtaka það í heiti styrks (sbr. Styrkur úr Flugdrekasjóði). Frekar ætti að lýsa því hvað felst í stuðningnum (Þróunarstyrkur til flugdrekasmiða).
Það getur því komið upp sú staða að skýrustu heitin á „vöruspjöldum“ Styrkjatorgs (frá ritstjórnarlegu sjónarhorni) séu frábrugðin því sem hefð er fyrir – en í þeim tilvikum má örugglega brúa bilið í textum, til dæmis í örlýsingu.
Raundæmi af Styrkjatorgi þar sem skráð heiti styrks lýsir því sem verið er að bjóða:

Fleiri ímynduð styrkjaheiti sem leggja áherslu á það hvað felst í stuðningnum og til hverra:
Styrkir til markaðsrannsókna á sviði X
Starfslaun Y-fræðinga
Frumkvöðlahraðall sjávarútvegsins
Nemendaskipti við norræna grunnskóla
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?