Handbók vefstjóra: Setja inn efni
Alert banner / tilkynningaborði efst á síðu
Alert Banner er notaður til þess að miðla áríðandi skilaboðum efst á síðu, t.d. á forsíðu stofnunar. Slík skilaboð eru alltaf brýn eða tímanæm og eiga því aðeins við í takmarkaðan tíma.
Í boði eru tvær gerðir af tilkynningaborðum:
Blár grunnlitur (info) - fyrir tilkynningar sem tengjast innri starfsemi eða þjónustu stofnunar, s.s. breytingu á opnunartíma eða beiðni um þátttöku í þjónustukönnun.
Gulur grunnlitur (warning) - fyrir áríðandi skilaboð til notenda varðandi þjónustu við þau, t.d. ef þjónusta liggur tímabundið niðri, eða eitthvað er ekki að virka eins og það á að gera.

Setja inn Alert banner:
Velið Add entry - Alert Banner ef þið viljið búa til nýjan borða, eða endurnýtið eldri færslu.
Nauðsynlegt er að fylla út eftirfarandi reiti:
Hvort borðinn eigi að vera sýnilegur (Show) eða falinn (Hide).
Banner variant (warning er gulur - info er blár).
Fyrirsögn (Title) og lýsingu (description) á íslensku og ensku.
Gulur borði skal ávallt bera titilinn „Truflanir á þjónustu“ eða „Service interruptions" á ensku.Link title (ef hlekkja þarf á aðra síðu) á íslensku og ensku.
Hvort notandinn geti lokað tilkynningunni, (Is dismissable) eða ekki.
Ef ekki er búið að virkja Alert Banner á forsíðu stofnunar áður þarf að bæta þeirri einingu við á Organization Page viðkomandi stofnunar.

Ef tilkynningin þarf að birtast í samhengi við þjónustu á borð við Mínar síður, sendið tölvupóst á vefstjorn@island.is og óskið eftir liðsinni.
Miða skal við að hafa ekki borða í loftinu í eins stuttan tíma og kostur er.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?