Handbók vefstjóra: Setja inn efni
Efni sett upp sem FAQ - Algengar spurningar - Spurt og svarað
Algengar spurningar (spurt og svarað)
Ísland.is - greinar/síður
Á greinum er mælt með að setja upplýsingar fram í skipulega uppsettum texta með lýsandi millifyrirsögnum (H2, H3, H4). Það hjálpar notendum að skanna síðuna og finna það sem þeir leita að. Hafa skal mest sóttu upplýsingarnar efst á síðunni.
Notendur eiga ekki að þurfa að giska á hvort upplýsingarnar sem þeir leita að sé að finna í almennum texta eða í spurt og svarað formi annarsstaðar á síðunni.
Þjónustuvefur og spjallmenni
Á þjónustuvef má byggja upp Spurt og svarað framsetningu fyrir algengustu spurningar notanda. Það efni er svo endurnýtt fyrir spjallmenni.
Mikilvægt er að byggja ‚algengar spurningar‘ á raunspurningum frá notendum og að þær séu uppfærðar í takt við breyttar þarfir. Of algengt er að algengar spurningar séu það ekki í raun og veru, heldur efni sem einhver heldur að fólk þurfi.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?