Handbók vefstjóra: Setja inn efni
Almennt um fréttir
Fréttir eru settar inn með efnistýpunni News. Til að velja hvar frétt á að birtast þarf að velja tög (Generic tag) á fréttina. Einfaldast er að búa til tag með sama nafni og stofnunin. Allar fréttir sem eiga að tilheyra stofnuninni þurfa þá að fá það tag.
Þessi uppsetning gerir fréttakerfið nokkuð sveigjanlegt. Hægt er að láta fréttir birtast hjá nokkrum stofnunum með því að setja tög þeirra allra á fréttina. Einnig er hægt að hafa nokkur fréttahorn á sömu stofnun með því að búa til nokkur tög, þó alltaf sé aðeins eitt aðal fréttahorn.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?