Handbók vefstjóra: Setja inn efni
Skráning sjóðs í Contentful
Þegar bæta á við færslum á Styrkjatorgi er fyrst stofnuð færsla fyrir sjóð (Fund).
Skráningunni tilheyra:
Heiti á íslensku og ensku
Sjá ábendingar um nöfn í handbókarfærslu um hugtökin sjóð og styrk.
Vísun í vef (innan Ísland.is eða utan) með upplýsingum um sjóðinn.
Gengið er út frá því að hægt sé að finna enskar upplýsingar á viðkomandi vef, en sem stendur er ekki gert ráð fyrir að ensk vefslóð sé skráð sérstaklega.
Merki sjóðs.
Gert er ráð fyrir ferningslaga svæði fyrir merkið og rétt að hafa í huga að það birtist frekar smátt.
Merki ætti að vera á hvítum eða gegnsæjum grunni.
Ef ekki er til merki fyrir sjóð má nota merki viðkomandi stofnunar (sem er trúlega þegar til skráð í Contentful).
Stofnun sem er ábyrgðaraðili sjóðsins.

Dæmi um hvernig þessar upplýsingar birtast á spjaldi fyrir styrk sem heyrir undir sjóðinn:

Skráning sjóðs sést einungis í gegnum þær styrkjafærslur sem honum tengjast, þannig að það er enginn staður/vefslóð þar sem upplýsingar um sjóðinn birtast einar sér.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?