Handbók vefstjóra: Setja inn efni
Article síða færð yfir á Organization Subpage síðu
Skref til að færa efni af Article síðu á Ísland.is yfir á Organization Subpage síðu á vef stofnunar.
Stöku sinnum finnst efni á Ísland.is sem hentar betur að eigi heima á vef viðkomandi stofnunar. Þá þarf að færa efnið af greininni yfir á vef viðkomandi stofnunar. Áður en aðgerðin er framkvæmd er gott að gera sér grein fyrir hvernig uppbygging efnis á að líta út á vef stofnunar og þá hvort að breyta eigi uppsetningu á texta. Þá er einnig gott að ákveða hvar síðan á að tengjast í efnisyfirlit stofnunar.
Athugið sérstaklega að Efnisstefnu Ísland.is sé framfylgt við flutning á efni.
Veljið hvar efni á að birtast á vef stofnunar. Metið hvort að hægt sé að bæta efni við á síðu sem nú þegar er til á vef stofnunar eða hvort að búa þurfi til nýja síðu.
Búa til nýja Organization Page eða Organization Subpage og tagga síðuna á viðkomandi stofnun.
Flytja efni yfir á nýja síðu:
Flytja efni frá Article, með því að gera copy-paste á efnið beint úr vafra. Tenglar fylgja yfirleitt með við þessa aðgerð en gott er að fara yfir þá áður en síðan er sett í birtingu.
Finna Article síðuna í Contentful og gera copy-paste á efnið yfir á nýju síðuna. Þetta hentar betur þar sem notað er Entry eða Asset á síðum.
Skoða hvernig efni kemur út á Beta svæði stofnunar.
Tengja síðu við efnisyfirlit stofnunar gegnum Link Groups.
Setja upp Redirect frá Article síðu yfir á síðu stofnunar. (Vefstjórar hafa ekki aðgang að þessari virkni og því þarf að senda póst á vefstjorn@island.is með ósk um þessa aðgerð).
Setja nýju síðuna í birtingu.
Merkja gömlu greinina í Archived svo hún hætti að birtast, ath. að fara yfir hvaða greinar eru tengdar henni undir References.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?