Fara beint í efnið

Ísland.is

Fyrir Grindavík

Upplýsingar fyrir íbúa Grindavíkur

header

Þjónustumiðstöðvar í Reykjanesbæ og í Reykjavík

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Tollhúsinu og í Reykjanesbæ hættir starfsemi 1. júní.

Þjónusta í boði

Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar

Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar verða áfram starfræktar í Tollhúsinu og er opnunartíminn frá 10 til 16 alla virka daga.

Þangað er hægt að hafa samband og bóka viðtal við félagsráðgjafa í síma 4201100 eða senda tölvupóst á grindavik@grindavik.is

Mánudagskaffi Rauða krossins

Rauði krossinn heldur mánudagskaffi fyrir Grindvíkinga út júní. Kaffið er á mánudögum milli kl. 14 til 16 að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ.

Ráðgjöf þjónustuteymis

Þjónustuteymi sem á að styðja við íbúa Grindavíkur hefur verið sett á fót. Teymið verður starfrækt á vegum framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkurbæjar og tekur formlega til starfa 3. júní.

Nánar um ráðgjöf þjónustuteymisins

Fyrir Grindavík

Þjón­ustu­teymi Grind­vík­inga

Sími : 545 0200
Netfang: radgjof@grn.is