Endurhæfingarlífeyrir til 31. ágúst 2025
Endurhæfingaráætlun
Endurhæfingaráætlun á alltaf af taka mið af þeim heilsufarsvanda sem veldur óvinnufærni og leita leiða til að bæta heilsu, efla starfshæfni eða auka atvinnuþátttöku.
Heilbrigðismenntaður fagaðili gerir raunhæfa endurhæfingaráætlun í samráði við umsækjanda og sendir tilvísanir á viðeigandi úrræði.
Heilbrigðismenntaður fagaðili getur verið:
læknir
sjúkraþjálfari
sálfræðingur
félagsráðgjafi
iðjuþjálfi
starfsendurhæfingastöðvar um land allt
Almennt er gerð áætlun fyrir 6 mánuði í einu og framlengt eftir þörfum. Sótt er um framlengingu með því að skila inn nýrri enduhæfingaráætlun.
Vakin er athygli á að fagaðilar þurfa að skila inn endurhæfingaráætlun til TR í gegnum Signet Transfer.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun