Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Framlenging endurhæfingarlífeyris til 31. ágúst 2025

Athugið að upplýsingar á þessari síðu eru um örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfið sem var í gildi til 31. ágúst 2025. Umsækjendur frá 1. september 2025 eru metnir samkvæmt nýja kerfinu á meðan þau sem áttu mat í gildi í gamla kerfinu til að minnsta kosti 31. ágúst 2025 færðust sjálfkrafa yfir í nýja kerfið.

Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um nýja kerfið:

Örorkulífeyrir frá 1. september 2025

Hlutaörorka og virknistyrkur frá 1. september 2025

Samþætt sérfræðimat frá 1. september 2025

Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025

Þú getur sótt um framlengingu á endurhæfingarlífeyri ef endurhæfingu er ekki lokið og endurkoma á vinnumarkað er enn talin raunhæfur möguleiki.

Eftir 3 ár eru gerðar ítarlegri kröfur.

Hámarks lengd endurhæfingarlífeyris eru samtals 60 mánuðir, eða 5 ár.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínar síður undir Mín skjöl.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Endurhæfingarlífeyrir er fyrirframgreiddur fyrsta dag hvers mánaðar á þann bankareikning sem er skráður á Mínar síður TR. Þar getur þú einnig skráð upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar.

Greiðsla getur tekið allt að 5 virka daga að berast eftir að búið er að samþykkja umsókn um endurhæfingarlífeyri.

Á Mínum síðum getur þú séð upphæðir í greiðsluáætlun og breytt tekjuáætlun ef þörf er á.

Ef umsóknir eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og hægt er.

Greiðslur falla niður

  • Ef þú sinnir ekki endurhæfingu í samræmi við samþykkta áætlun.

  • Ef þú flytur lögheimili frá Íslandi.

  • Eftir innlögn á heilbrigðisstofnun í meira en eitt ár.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun