Framlenging endurhæfingarlífeyris til 31. ágúst 2025
3 ár í endurhæfingu
Athugið að upplýsingar á þessari síðu eru um örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfið sem var í gildi til 31. ágúst 2025. Umsækjendur frá 1. september 2025 eru metnir samkvæmt nýja kerfinu á meðan þau sem áttu mat í gildi í gamla kerfinu til að minnsta kosti 31. ágúst 2025 færðust sjálfkrafa yfir í nýja kerfið.
Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um nýja kerfið:
Örorkulífeyrir frá 1. september 2025
Hlutaörorka og virknistyrkur frá 1. september 2025
Eftir samtals 3 ár í endurhæfingu, eða samtals 36 mánuði, er framlenging endurskoðuð ítarlegar en áður.
Fyrri endurhæfing verður að hafa sýnt fram á aukna starfshæfni eða atvinnuþátttöku. Sýna þarf fram á ástæðu fyrir endurkomu á vinnumarkað.
Þá er metið hvort aukin atvinnuþátttaka sé raunhæfur möguleiki.
Ef aukin atvinnuþátttaka er metin raunhæf er hægt að framlengja endurhæfingu um hámark 2 ár, eða 24 mánuði.
Ef aukin atvinnuþátttaka er ekki metin raunhæf er hægt að hefja örorkumat í samráði við þinn lækni.
Fylgigögn
endurhæfingaráætlun, þar sem fram kemur rökstuðningur fagaðila um framvindu fyrri endurhæfingar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun