Með öllum umsóknum þarf að fylgja:
læknisvottorð vegna umsóknar um endurhæfingarlífeyri
endurhæfingaráætlun
tekjuáætlun, sem þú fyllir út á Mínum síðum TR
upplýsingar um persónuafslátt sem þú skráir á Mínum síðum
Í einhverjum tilvikum er kallað eftir staðfestingu frá fagaðilum um að endurhæfing sé hafin eða hvenær hún hefst.
Auk þess þarf að skila
Ef launþegi:
staðfesting frá stéttarfélagi með dagsetningu síðustu greiðslu
staðfesting frá Vinnumálastofnun með dagsetningu síðustu greiðslu
Ef sjálfstætt starfandi:
staðfesting frá Ríkisskattstjóra um að launagreiðslur hafi verið stöðvaðar
staðfesting frá stéttarfélagi með dagsetningu síðustu greiðslu
Ef nám er hluti af endurhæfingu:
staðfestingu á einingafjölda náms frá skóla
Ef vinna er hluti af endurhæfingu:
staðfestingu frá vinnuveitanda um starfshlutfall
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun