Til að sækja um barnalífeyri þarf mismunandi gögn eftir ástæðum umsóknar.
Barnalífeyrir lífeyrisþega / Barnalífeyrir með örorkustyrk
Ef barnið er búsett hjá þér þarf ekki að skila gögnum.
Ef um skipta búsetu barns er að ræða, þá þarf staðfestingu frá sýslumanni um það eða skila yfirlýsingu um sameiginlega framfærslu.
Ef meðlag er greitt án aðkomu TR þarf að skila einu af eftirfarandi gögnum:
meðlagssamning sem sýnir að þú sért meðlagsskyld/ur með umræddu barni,
kvittunum, sem sýna fram á framfærslu eins og til dæmis innborganir til framfæranda sem barn er með lögheimili hjá,
Barnalífeyrir vegna andláts
Ef andlát er staðfest í Þjóðskrá þarf ekki að skila gögnum.
Ef andlát er ekki staðfest í Þjóðskrá, til dæmis ef andlát á sér stað erlendis, þarf að skila dánarvottorði.
Eftir atvikum getur verið þörf á að skila fæðingarvottorði barns.
Barnalífeyrir ófeðrað
Ef barn var getið með tæknifrjóvgun þarf að skila staðfestingu frá fyrirtækinu sem framkvæmdi frjóvgunina.
Ef ekki hefur tekist að feðra barn þarf staðfestingu frá sýslumanni eða dómstólum um það.
Barnalífeyrir vegna afplánunar
Staðfestingu frá Fangelsismálastofnun um tímalengd afplánunar.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun