Greiðslur barnalífeyris eru stöðvaðar ef:
barn flytur af heimilinu, skila þarf nýjum gögnum um framfærslu barns ef lögheimilisaðstæður þess breytast.
barn fer í fóstur.
foreldri flytur með barn til lands sem er ekki með samning við Ísland um almannatryggingar, sjá lista yfir samningslönd undir búsetuskilyrði.
aðrar greiðslur ellilífeyris falla niður vegna tekna. Undantekning er gerð ef einstaklingur var á örorku fyrir töku elllífeyris. Greiðslur barnalífeyris haldast ef ellilífeyrisþegi er á sjúkrahúsi eða stofnun þó svo að aðrar greiðslur falli niður.
Greiðslur örorkustyrks falla niður vegna tekna.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun