Fara beint í efnið

Samkomulag foreldra um breytingu á forsjá barns

Séu foreldrar sammála um breytingu á forsjá geta þau lagt fram samning þar að lútandi ásamt fylgigögnum en foreldrar skulu undirrita slíkan samning í viðurvist sýslumanns eða fulltrúa hans.

Telji sýslumaður samning foreldra um breytta forsjá samrýmast hagsmunum barnsins gefur hann út staðfestingu á samningi um breytta forsjá og tilkynnir Þjóðskrá Íslands um breytinguna.

Forsjá er aðeins hægt að breyta með samningi hjá sýslumanni eða með dómi. Samningi eða beiðni um breytingu á forsjá skal leggja fram hjá sýslumanni í því umdæmi sem barnið hefur lögheimili.

Tímabundin forsjá

Foreldrum er heimilt að gera tímabundna samninga um forsjá barns. Þetta á við um hvort sem er um að forsjá verði sameiginleg eða hjá öðru foreldri.

Tímabundnir samningar verða að gilda að lágmarki í 6 mánuði. Að samningstíma liðnum fellur forsjá aftur í fyrra horf nema annað hafi verið ákveðið.

Foreldrar þurfa að hafa frumkvæði að því að gera Þjóðskrá Íslands viðvart þegar gildistími tímabundinnar breytingar á forsjá er liðinn.

Málsmeðferð sýslumanns

Þegar foreldrar hafa lagt fram samning um breytingu á forsjá barns ásamt fylgigögnum mun sýslumaður boða báða foreldra til viðtals. Í viðtalinu verður foreldrum leiðbeint um V. kafla barnalaga um foreldraskyldur og forsjá barns og IX. kafla barnalaga um framfærslu barns.

Þegar viðtal foreldra við sýslumann eða fulltrúa hans hefur farið fram mun sýslumaður, eftir atvikum, gefa út staðfestingu á samningi ykkar um breytingu á forsjá barnsins/barnanna.

Staðfestingin verður send Þjóðskrá til skráningar og birt foreldrum í stafrænu pósthólfi þeirra á Ísland.is.

Hægt er að leita upplýsinga um skráða forsjá barns á mínum síðum á Ísland.is.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú nálgast samning á PDF formi hér.

Skráð forsjá

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15