Fara beint í efnið

Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns og annað þeirra deyr, fer hitt foreldrið áfram
með forsjána. Þetta á við hvort sem foreldrar eru í hjúskap, skráðri sambúð eða
fara saman með forsjá barns án þess að búa saman.

Ef foreldri deyr, sem farið hefur eitt með forsjá barns síns, færist forsjá barnsins sjálfkrafa til
hins foreldrisins.

Ef foreldri, sem farið hefur eitt með forsjá barns síns, hefur samið við stjúpforeldri
barnsins um að þau hafi sameiginlega forsjá, og foreldrið deyr, þá er forsjá
barnsins áfram hjá stjúpforeldrinu.

Það er hægt, með samningi eða dómi að fela öðrum forsjá barns ef það er talið barni fyrir bestu.

Forsjárforeldri eða forsjárforeldrar geta, með skriflegri og staðfestri yfirlýsingu, ákveðið
hverjir skuli fara með forsjá barns þeirra eftir andlát þeirra. Yfirlýsingu um
forsjá barns eftir andlát skal vera staðfest af sýslumanni eða lögmanni. Fara
skal eftir slíkri yfirlýsingu nema annað þyki barni fyrir bestu eða sú ákvörðun
sé andstæð lögum.  Breyting á forsjá barns, við fráfall forsjárforeldris í
samræmi við slíka yfirlýsingu, verður annað hvort gerð með samningi, milli þess
aðila sem fær forsjá barns sjálfkrafa og hins sem forsjárforeldri hefur ákveðið
að forsjá skuli falla til, eða með dómi.

Ef barn verður forsjárlaust vegna andláts forsjárforeldris eða foreldra fer forsjá þess
sjálfkrafa til barnaverndarnefndar.

Leiðbeiningar til tilkynnanda andláts þegar sá látni átti barn yngri en 18 ára

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15