Forsjá barns
Forsjá stjúpforeldris
Foreldri, sem fer eitt með forsjá barns síns og stjúpforeldri barns geta samið um að fara sameiginlega með forsjá þess.
Foreldri sem fer eitt með forsjá getur gert samning við maka sinn um að þau fari sameiginlega með forsjá barns ef þau eru í hjúskap eða hafa verið skráð í sambúð hjá Þjóðskrá Íslands í a.m.k. eitt ár.
Málsmeðferð er sú sama og þegar foreldrar semja um breytta forsjá en sýslumaður skal þar að auki kalla eftir umsögn hins kynforeldrisins.
Þjónustuaðili
Sýslumenn