Sjúkratrygging ferðamanna erlendis
Endurgreiðsla á erlendum sjúkrakostnaði
Ef þú hefur lagt út fyrir læknisþjónustu erlendis getur þú átt rétt á greiðsluþátttöku.
Fylla þarf út umsókn um greiðsluþátttöku vegna erlends sjúkrakostnaðar
Almennt sjá Sjúkratryggingar eingöngu um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði sem þýðir að það verður að vera búið að greiða alla reikning.
Fylgigögn
frumrit reikninga frá viðkomandi þjónustuveitanda (sundurliðað)
greiðslustaðfesting
Sjúkratryggingar hafa heimild til að óska eftir frekari gögn ef þörf krefur
Athugið að Sjúkratryggingar geta óskað eftir að einstaklingar láti þýða gögn sem ekki eru á ensku og sá kostnaður er ekki endurgreiddur af Sjúkratryggingum, bendum einstaklingum á að biðja alltaf um öll gögn á ensku.
Nauðsynleg læknisþjónusta hjá einkareknum heilbrigðisveitanda
Þegar nauðsynleg læknisþjónusta er veitt af heilbrigðisveitanda í einkaeigu greiða einstaklingar alltaf fullt verð sjálfir en geta svo sótt um greiðsluþátttöku á grundvelli 12. gr. reglugerðar nr. 484/2016.
Sjá nánar undir heilbrigðisþjónusta yfir landamæri innan EES lands. Athugið að hér er skilyrði að um tímabundna dvöl sé að ræða og því þurfa sömu gögn og hér að ofan að fylgja með þessum umsóknum.
Afhending gagna
Senda má á eftirfarandi hátt:
Bréfpóstur, sendist til:
- Sjúkratryggingar, alþjóðamál
Vínlandsleið 16
113 ReykjavíkÍ eigin persónu:
- Koma með umsókn og gögn í Þjónustumiðstöð okkar að Vínlandsleið 16 alla virka daga milli kl. 10-15 nema föstudaga 08-13.
- Hægt að fá þar aðstoð við útfyllingar á umsóknum.
Leiðbeiningar um örugg rafræn skil á gögnum til Sjúkratrygginga
Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu international@sjukra.is
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar