Örugg skil á skjölum í gegnum Gagnaskil einstaklinga
Undir Þjónustugáttir á forsíðu er hægt að velja Gagnaskil einstaklinga til að senda inn gögn rafrænt til Sjúkratrygginga.


Þegar Gagnaskil einstaklinga er valið þarf að nýta rafræn skilríki fyrir innskráningu. Velja þarf Búa til nýja umsókn og opnast þá almennur gluggi um einstakling og eftir að er smellt á Vista og halda áfram þá opnast gluggi til að velja tegund skila.


Sjúkratryggingar gerir ekki kröfu um undirskrift einstaklings á skjöl sem send eru í gegnum Gagnaskil einstaklinga og tengjast honum eingöngu.
Leiðbeiningar:
Velja þarf „Tegund skila“ með því að smella við valgluggann og velja þann málaflokk sem
skjalið tengist.
Hægt er að skrá skýringu sem fylgir skjalinu til Sjúkratryggingar.

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar