Með því að sækja um S1 vottorð verður einstaklingur sjúkratryggður í nýja búsetulandinu og fær alla þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi. Einstaklingurinn heldur þó einnig áfram að vera sjúkratryggður á Íslandi.
Til að eiga rétt á útgáfu S1 vottorðs þarf að vera ríkisborgari frá EES/EB landi og uppfylla eitt af eftirtöldum skilyrðum:
Vera launþegi frá Íslandi – Starfa í öðru EES/EB landi fyrir íslenskt fyrirtæki og greiða tryggingargjald af launum á Íslandi.
Ef þú uppfyllir skilyrði 1 þá þarftu að sækja um A1 vottorð hjá Tryggingastofnun ríkisins sem leggur svo fram beiðni um útgáfu S1 vottorð
Vera fjölskyldumeðlimur, maki eða barn 17 ára og yngri, launþega fá Íslandi og búsettur í öðru EES/EB landi.
Vera lífeyrisþegi frá Íslandi og með lögheimili í öðru EES/EB landi.
Vera fjölskyldumeðlimur, maki eða barn 17 ára og yngri, lífeyrisþega og með lögheimili með lífeyrisþeganum í öðru EES/EB landi.
Við bendum á Evrópska sjúkratryggingakortið þegar ferðast er til annarra EES/EB landa til að fá alla nauðsynlega læknisþjónustu miðað við tímalengd dvalar.
Sé vottorðinu framvísað þegar sótt er um sjúkratryggingu í nýju búsetulandi innan EES fær viðkomandi alla þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi. Einstaklingar greiða almennt ákveðið gjald sem er sjúklingshluti í búsetulandi og hann fæst ekki endurgreiddur hjá Sjúkratryggingum.
Afgreiðslutími umsókna er sex til átta vikur.
S1 vottorðið gildir ekki fyrir eftirfarandi:
Heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan opinbera kerfis búsetulands
Heimflutningur til Íslands (sérreglur gilda um Norðurlönd)
Algeng er að einstaklingar kaupi á sinn kostnað einkatryggingar sem veita þann rétt.
Ferðalög innan EES
Ef þú ferðast til annarra EES landa þá áttu rétt á sjúkratryggingu frá Íslandi ef S1 vottorð er enn í gildi.
Með því að sækja um S1 vottorð verður einstaklingur sjúkratryggður í nýja búsetulandinu og fær alla þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi. Einstaklingurinn heldur þó einnig áfram að vera sjúkratryggður á Íslandi.
Einstaklingar greiða almennt ákveðið gjald sem er sjúklingshluti og hann fæst ekki endurgreiddur.
Handhafar S1 vottorða þurfa að hafa samband við SÍ vegna útgáfu evrópskt sjúkratryggingakorts.
S1 vottorð til lífeyrisþega
Skilyrði:
Lífeyrisþeginn er að fá lífeyrisgreiðslur frá Íslandi og á almennt ekki rétt á lífeyrisgreiðslum í búsetulandinu
Ríkisborgari frá EES landi, Sviss eða Bretlandi
Aðstandendur sjúkratryggðra einstaklinga á Íslandi
Einstaklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi getur sótt um S1 vottorð fyrir aðstandendur hans sem eru búsettir í öðru EES landi eða Sviss. Aðstandendur sem falla hér undir eru maki og börn sem falla undir sjúkratryggingu umsækjanda.
Skilyrði fyrir útgáfu S1 vottorð til aðstandenda:
Einstaklingur sem sækir um er sjúkratryggður á Íslandi
Aðstandendur eiga ekki rétt á sjúkratryggingu í búsetulandinu
Aðstandendur eru ríkisborgarar frá EES landi, Bretlandi eða Sviss
Ekki er almennt gefið út S1 vottorð milli Norðurlanda.
Ekki er gefið út S1 vottorð á grundvelli U2 vottorð frá Vinnumálastofnun. Nota skal evrópska sjúkratryggingakortið í þeim tilfellum.
Ekki er gefið út S1 vottorð þegar um tímabundna dvöl er að ræða.
Gildistími
S1 vottorð eru einungis gefin út í fimm ár í senn eða skemur. Það er því mikilvægt að endurnýja S1 vottorðið tímalega.
Ef hagir þínir eða fjölskyldumeðlima breytast þá ber þér að tilkynna Sjúkratryggingum Íslands þær breytingar strax og við leiðbeinum þér um áframhaldið.
Umsóknarferli
Fylgigögn
Afrit af vegabréfi
Skráning þegar út er komið
Við skráningu í dvalarlandinu þarf að framvísa S1 vottorðinu til viðkomandi sjúkratryggingarstofnunar. Þú gætir þurft að sýna skilríki og staðfestingu á lögheimilisskráningu í því landi.
Sjúkratryggingarstofnunin mun staðfesta skráningu til Sjúkratrygginga. Það er mikilvægt að hafa í huga að tryggingin tekur ekki gildi fyrr en daginn sem þú skráir S1 vottorðið og afgreiðslutími gæti verið langur.
Frekari upplýsingar og allar beiðnir um S1 vottorð skal senda á netfangið: international@sjukra.is
Gildistími S1 vottorðs hefur verið lengdur, breytingin á ekki við um vottorð sem hafa verið gefin út fyrir 07.12.2022.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar