Fara beint í efnið

S1 sjúkratryggingavottorðið, staðfesting á réttindum

Umsókn um S1 vottorð

S1 sjúkratryggingavottorðið staðfestir að viðkomandi er sjúkratryggður á Íslandi. Vottorðið gildir innan EES.

Sé vottorðinu framvísað þegar sótt er um sjúkratryggingu í nýju búsetulandi innan EES fær viðkomandi alla þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi.

Afgreiðslutími umsókna er þrjár til fjórar vikur.

S1 vottorðið gildir ekki fyrir eftirfarandi:

 • Heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan opinbera kerfis búsetulands

 • Heimflutningur til Íslands (sérreglur gilda um Norðurlönd)

Algeng er að einstaklingar kaupi á sinn kostnað einkatryggingar sem veita þann rétt.

Ferðalög innan EES

Ef þú ferðast til annarra EES landa þá áttu rétt á sjúkratryggingu frá Íslandi ef S1 vottorð er enn í gildi.

 • Með því að sækja um S1 vottorð verður einstaklingur sjúkratryggður í nýja búsetulandinu og fær alla þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi. Einstaklingurinn heldur þó einnig áfram að vera sjúkratryggður á Íslandi.

 • Einstaklingar greiða almennt ákveðið gjald sem er sjúklingshluti og hann fæst ekki endurgreiddur.

 • Handhafar S1 vottorða þurfa að hafa samband við SÍ vegna útgáfu evrópskt sjúkratryggingakorts.

S1 vottorð til lífeyrisþega

Skilyrði:

 • Lífeyrisþeginn er að fá lífeyrisgreiðslur frá Íslandi og á almennt ekki rétt á lífeyrisgreiðslum í búsetulandinu

 • Ríkisborgari frá EES landi, Sviss eða Bretlandi

Aðstandendur sjúkratryggðra einstaklinga á Íslandi

Einstaklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi getur sótt um S1 vottorð fyrir aðstandendur hans sem eru búsettir í öðru EES landi eða Sviss. Aðstandendur sem falla hér undir eru maki og börn sem falla undir sjúkratryggingu umsækjanda.

Skilyrði fyrir útgáfu S1 vottorð til aðstandenda:

 • Einstaklingur sem sækir um er sjúkratryggður á Íslandi

 • Aðstandendur eiga ekki rétt á sjúkratryggingu í búsetulandinu

 • Aðstandendur eru ríkisborgarar frá EES landi eða Sviss

Ekki er almennt gefið út S1 vottorð milli Norðurlanda.

Ekki er gefið út S1 vottorð á grundvelli U2 vottorð frá Vinnumálastofnun. Nota skal evrópska sjúkratryggingakortið í þeim tilfellum.

Ekki er gefið út S1 vottorð þegar um tímabundna dvöl er að ræða.

Gildistími

 • S1 vottorð eru einungis gefin út í tvö ár í senn eða skemur. Það er því mikilvægt að endurnýja S1 vottorðið tímalega.

 • Ef hagir þínir eða fjölskyldumeðlima breytast þá ber þér að tilkynna Sjúkratryggingum Íslands þær breytingar strax og við leiðbeinum þér um áframhaldið.

Umsóknarferli

Fylgigögn

 • Afrit af vegabréfi

Skráning þegar út er komið

Við skráningu í dvalarlandinu þarf að framvísa S1 vottorðinu til viðkomandi sjúkratryggingarstofnunar. Þú gætir þurft að sýna skilríki og staðfestingu á lögheimilisskráningu í því landi.

Sjúkratryggingarstofnunin mun staðfesta skráningu til Sjúkratrygginga. Það er mikilvægt að hafa í huga að tryggingin tekur ekki gildi fyrr en daginn sem þú skráir S1 vottorðið og afgreiðslutími gæti verið langur.

Frekari upplýsingar og allar beiðnir um S1 vottorð skal senda á netfangið: international@sjukra.is

Umsókn um S1 vottorð