Fara beint í efnið

Sjúkratrygging á Íslandi og Bretlandi vegna BREXIT

Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 31. janúar 2020 og þar með úr Evrópska efnahagssvæðinu. Þann 01.01.2024 tók gildi samningur milli EFTA landa og Bretlands um almannatryggingar. Samkvæmt þeim samning njóta sjúkratryggðir í Bretlandi sömu réttinda til sjúkratrygginga og heilbrigðisþjónustu eins og aðrir einstaklingar tryggðir samkvæmt EES samning.

Ferðalög til Íslands og Bretlands:
Frá með gildistöku samnings 01.01.2024 gilda íslensk evrópsk sjúkratryggingakort vegna heilbrigðisþjónustu í Bretlandi og bresk sjúkratryggingakort (EHIC/GHIC) gilda vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Fyrir frekari upplýsingar hafið þá samband við okkur á netfangið sjukratrygging@sjukra.is 

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar