Fara beint í efnið
Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Foreldrar

Fæðingarorlof

Greiðslur til foreldra sem taka sér leyfi frá launuðum störfum til að annast barn.

Óvæntar tekjur? Láttu okkur vita

Við hvetjum öll sem eru í fæðingarorlofi til að senda okkur upplýsingar um allar aukagreiðslur eða breytingar á tekjum. Of háar greiðslur þarf mögulega að borga til baka með 15% álagi. Sendu okkur póst á: faedingarorlof@vmst.is.

Fæðingarstyrkur

Fæðingarstyrkur er fyrir foreldra sem eru í fullu námi, utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi.

Sorgarleyfi og sorgarstyrkur

Styrkir fyrir foreldra sem verða fyrir barnsmissi. Greiðslur í sorgarleyfi eru fyrir foreldra sem taka sér leyfi frá launuðum störfum. Sorgarstyrkur er fyrir þau sem eru í fullu námi, utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi.

Kostnaður vegna ferðalaga

Dvalarstyrkur er fyrir barnshafandi foreldri sem þarf að dvelja fjarri heimili vegna nauðsynlegrar þjónustu í tengslum við fæðingu.

Ættleiðing

Kjörforeldrar sem hafa fengið forsamþykki fyrir ættleiðingu erlendis frá eiga rétt á ættleiðingarstyrk.

Ólaunað foreldraorlof

Foreldraorlof er ólaunað leyfi til að annast barn. Foreldri á rétt á 4 mánuðum í foreldraorlof fyrir hvert barn, þangað til barn verður 8 ára.

Senda fylgiskjöl

Það er hægt að senda Fæðingarorlofssjóði fylgigögn með umsóknum og önnur gögn á netinu.