Fara beint í efnið

Almennar upplýsingar

Foreldrar geta átt rétt á fæðingarorlofi þegar barn þeirra fæðist, er frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur.

Hvort foreldri á rétt á 6 mánuðum í fæðingarorlof og heildarréttur tveggja foreldra er því 12 mánuðir.

Skilyrði er að hafa unnið á Íslandi samfellt síðustu 6 mánuðina fyrir fæðingardag barns, í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli.

Nánar um rétt til fæðingarorlofs

Sækja um

Upphæðir og útreikningur

Hægt er að reikna út mögulegar greiðslur í fæðingarorlofi: Opna reiknivél

  • 80% af meðaltali heildarlauna yfir ákveðið tímabil er mánaðargreiðsla í fæðingarorlofi.

  • 700.000 krónur er hámarksgreiðsla á mánuði. Það getur enginn fengið hærri greiðslur en þessa upphæð í fæðingarorlofi, sama hversu há laun viðkomandi hafði.

  • 222.494 krónur er lágmarksgreiðsla á mánuði til foreldris í 50-100% starfi.

Nánar um upphæðir og útreikning

Starfstengd réttindi

Fæðingarorlof er hluti starfstíma þegar ýmis starfstengd réttindi eru metin. Dæmi um starfstengd réttindi eru réttur til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkun, veikindaréttur, uppsagnarfrestur og réttur til atvinnuleysisbóta.

Fæðingarstyrkur

Foreldrar sem eru í námi, eru ekki í vinnu eða í minna en 25% starfshlutfalli geta átt rétt á fæðingarstyrk.

Umsókn um fæðingarorlof

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun