Fara beint í efnið

Leiðbeiningar fyrir lækna um útfyllingu vottorða til Fæðingarorlofssjóðs

Í ákveðnum tilvikum þurfa sérfræðilæknar að senda vottorð til Fæðingarorlofssjóðs vegna beiðna foreldra um undanþágur frá reglum eða vegna umsókna um aukinn rétt til fæðingarorlofs eða framsal réttinda.

Þessar umsóknir og beiðnir tengjast veikindum foreldra eða barna sem sérfræðilæknir þarf að votta. Nánari áherslur um vottorðagjöfina er að finna undir hverjum og einum lið hér að neðan.

Um vottorð

Læknisvottorð eiga að vera skrifuð af sérfræðilækni. Þau eiga jafnframt að vera:

  • vélrituð,

  • undirrituð af lækni eða með gildri rafrænni undirskrift,

  • með alla viðeigandi reiti útfyllta.

Fæðingarorlofssjóður þarf að fá frumrit vottorða.

Sögukerfið

Læknar sem hafa aðgang að Sögukerfinu eiga að nota stöðluð form sem eru þar. Ef læknir hefur ekki aðgang að kerfinu er hægt að nota stöðluðu formin sem eru hér fyrir neðan, í hverjum kafla fyrir sig.

Skoðun vottorða

Læknisvottorð eru yfirfarin af sérfræðilækni Fæðingarorlofssjóðs og lögfræðingi. Farið er yfir vottorð einu sinni í viku, yfirleitt á föstudögum.

Lög og reglur

Lög um fæðingar- og foreldraorlof

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun